Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Síða 109
301
Ch. M. Doughty fór á árunum 1876—78 um mikinn hluta
af Mið-Arabíu og Vestur-Arabíu, en rit hans og landsupp-
drættir hafa eigi komið út fyr en nú. Doughty fór píla-
grímsför í dularklæðum frá Damaskus til Mekka, dvaldi
nokkurn tíma í bænum Hail í Mið-Arabíu, varð að flýja
þaðan og komst nauðulega undan lífláti, því menn grunaði,
að hann væri kristinn; á ferðum sínum rannsakaði hann
ýmsar fornmenjar og fann margar borgarrústir; sumstaðar
urðu fyrir honum stór hraun og aðrar menjar eptir jarð-
elda. Charles Huber, ágætur vísindamaður, ferðaðist á ár-
unum 1879—82 um Mið-Arabíu, fór þangað aptur 1883,
en var myrtur 1884. Huber hafði gert þar ágætar rann-
sóknir og mælingar betri en nokkur annar. Italskur ferða-
maður, Benzo Manzoni, hefir verið 3 ár á ferðalagi í suð-
vesturhluta Arabíu og kannað þar ókunnuga stigu; gerði
hann fjölda af hæðamælingum og öðrum mælingum; var þó
allt af í sífelldri lífshættu; um sömu slóðir hefir Edvard
Glaser ferðazt 1885 og gert þar ýmsar uppgötvanir. Enskt
félag (Palestine Exploration Fund) hefir tekizt á hendur,
að láta rannsaka Gyðingaland og næstu hóruð í kring, og
lætur gera þar nákvæmar mælingar; hafa margir vísinda-
menn um mörg ár fengizt við þann starfa, og hafa rann-
sóknir þessar haft hina mestu þýðingu fyrir landafræði og
náttúruvísindi, sögu og fornfræði; landsuppdrættirnir, sem
gjörðir hafa verið, eru ágætlega nákvæmir; sá heitir H.
Kitchener, sem helzt hefir staðið fyrir mælingunum; hann
hefir líka staðið fyrir mælingum á Cyprus. Jarðfræðingur,
Hull, að nafni, hefir skoðað jarðmyndanir í Jordau-dalnum,
í Wadi el Arab og á Sinai-nesinu; Wadi el Arab heitir
dalurinn suður af Dauðahafi og nær hann suður að
Akabaflóa. Hull fann víða nýlegar strandlínur og malar-
kamba á Sinai-nesinu, 200 fet yfir sæ, og heldur hann
jafnvel, að sund hafi gengið úr Eauðahafi í Miðjarðar-
hafið á dögum Mósesar; hann fann líka, að yfirborð vatns-
ins í Dauðahafi hefir áður verið 1400 fetum hærra en
nú. Englendingar hafa verið að hugsa um að gera nýjan
skurð milli Eauðahafs og Miðjarðarhafs um Palestínu þvera;