Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Qupperneq 116
308
mörg. Mínnst er af þeim í rennandi vatni og tærum upp-
sprettum, miklu meira í brunnvatni, en mest í mýrarpoll-
um, þar sem mikið er af rotnuðum jurtaleifum. þýzkur
maður, að nafni- Langfeldt, hefir fundið, að sítrónusýra er
mesta eitur fyrir þessi dýr og drepur þau snögglega. Ef
menn halda, að slík dýr séu í neyzluvatni, þarf eigi annað
en hella einum eða tveim dropum af sítrónusýru í fullt
vatnsglas; þá eru dýrin dauð innan 2 mínútna og falla til
botns. Vatnið verður þægilegt á bragðið af sýrunni, og er
með öllu ósaknæmt fyrir menn.
Fílarnir í Afríku eru eigi tamdir nú á dögum, en þeir
eru drepnir vegna tannanna, sem notaðar eru í smíðisgripi
og kallaðar fílabein; þeim er allt af að fækka, því þeir
eru miskunnarlaust drepnir; þó nær útbreiðsla þeirra enn
um þann hluta Afríku rnestan, sem liggur í brunabeltinu,
allt frá 15° n. b. suður að hvarfbaug steingeitarinnar. Hin
seinustu ár hafa árlega verið fluttar frá Afríku 16960
vættir af fílabeini; frá vesturströndinni fiytjast 5680 vættir,
en frá austurströndinni 11280 vættir. Til þess að fá allt
þetta fílabein, þarf árlega að drepa hér bil 65000 fíla.
Jurt ein (Coriaria thymifolia), sem vex í Nýju-Grana-
da í Suður-Ameríku, er full af svörtum safa; þenna safa má
nota sem blek beinlínis úr jurtinni. þegar skrifað er með
þessum jurtasafa, er letrið rauðleitt, en sortnar eptir lítinn
tíma; þó vatn komi á letrið eða pappírinn sé látinn í
sjó, máist skriptin eigi. Oll árlðandi skjöl eru í Nýju-
Granada skrifuð með þessu bleki. Náskyld jurt (C. mysti-
folia) vex í Suður-Európu og er notuð til litunar.
Austurströnd Grœnlands. Eá lönd í heimi hafa verið
jafnlítið rannsökuð eins og austurströndin á Grænlandi, og
þó er svo skammt þangað frá Európu, en hafísinn er sá