Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Side 119

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Side 119
311 kölluðu hana Óskarshöfn, eptir Svíakonungi; há fjöll lykja um höfnina á alla vegu, en innsiglingin er mjó og þó ör- ugg; grasvöxtur var þar allmikill, græn dalverpi, víðir og fjalldrapi; þeir sáu þess margar menjar, að þar hefðu Skrælingjar nýlega verið, en engan hittu þeir. Norden- skiöld dvaldi þar nokkra daga og gjörði mælingar og náttúru- rannsóknir, en þá treystust þeir eigi að bíða lengur sökum isa, héldu á stað og komust klakklaust þaðan aptur. |>ótt undarlegt sé, er miklu hægra að komast á land norðan til á austurströndinni heldur en sunnan til; þetta kemur ef til vill af því, að mikill hluti af borgarísnum, sem með ströndinni rekur, myndast á austurströndinni sjálfri, svo hann er því meiri sem sunnar dregur. Ströndin frá 69°—79° n. br. er langbezt kunn; hvalaveiðamenn sáu þessa strönd fyrir löngu, en William Scoresby kom þar fyrstur á land 1822; mældi hann ströndina frá 69° til 73° n. br.; fann hann víða á ströndinni töluverðan jurtagróður, skorkvikindi og fiðrildi; þar fann hann Skrælingjakofa, en hitti engan mann. Clavering og Sabine komust þar á land árinu eptir, sátu um kyrrt nokkra stund og gerðu mæling- ar á ey þeirri, sem síðan heitir Sabine-ey, og komust svo slysalaust heim aptur. Árið 1869 fóru tvö þýzk skip, Germania og Hansa, þangað norður til þess að rannsaka þessar strendur. Ger- mania fann ákaflega mikinn fjörð, sem þjóðverjar kölluðu Frans-Jósefsfjörð; þar fundu þeir jurtagróður mikinn og fagurt land, moskusuxa, hreindýr og fjöll 11000 feta há; gekk þeim ferðin vel heim og höfðu þeir haft mikinn á- rangur. Hansa viltist frá hinu skipinu, komst í slæman ís og brotnaði á 70° n. br.; komst skipshöfnin á ís- jaka og hraktist á honum suður með allri austurströnd- inni, uns þeir náðu landi við Friðriksdal syðst á vestur- strönd Grænlands, og voru þá mjög þjakaðir, sem von var. Árið 1777 fór líkt fyrir nokkrum skipshöfnum af hval- veiðaskipum, að þær rak á ísjaka suður með Grænlandi og komust að eins fáir lífs úr þeim þrautum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.