Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Qupperneq 119
311
kölluðu hana Óskarshöfn, eptir Svíakonungi; há fjöll lykja
um höfnina á alla vegu, en innsiglingin er mjó og þó ör-
ugg; grasvöxtur var þar allmikill, græn dalverpi, víðir og
fjalldrapi; þeir sáu þess margar menjar, að þar hefðu
Skrælingjar nýlega verið, en engan hittu þeir. Norden-
skiöld dvaldi þar nokkra daga og gjörði mælingar og náttúru-
rannsóknir, en þá treystust þeir eigi að bíða lengur
sökum isa, héldu á stað og komust klakklaust þaðan
aptur.
|>ótt undarlegt sé, er miklu hægra að komast á land
norðan til á austurströndinni heldur en sunnan til; þetta
kemur ef til vill af því, að mikill hluti af borgarísnum, sem
með ströndinni rekur, myndast á austurströndinni sjálfri,
svo hann er því meiri sem sunnar dregur. Ströndin frá
69°—79° n. br. er langbezt kunn; hvalaveiðamenn sáu
þessa strönd fyrir löngu, en William Scoresby kom þar
fyrstur á land 1822; mældi hann ströndina frá 69° til 73° n.
br.; fann hann víða á ströndinni töluverðan jurtagróður,
skorkvikindi og fiðrildi; þar fann hann Skrælingjakofa, en
hitti engan mann. Clavering og Sabine komust þar á land
árinu eptir, sátu um kyrrt nokkra stund og gerðu mæling-
ar á ey þeirri, sem síðan heitir Sabine-ey, og komust svo
slysalaust heim aptur.
Árið 1869 fóru tvö þýzk skip, Germania og Hansa,
þangað norður til þess að rannsaka þessar strendur. Ger-
mania fann ákaflega mikinn fjörð, sem þjóðverjar kölluðu
Frans-Jósefsfjörð; þar fundu þeir jurtagróður mikinn og
fagurt land, moskusuxa, hreindýr og fjöll 11000 feta há;
gekk þeim ferðin vel heim og höfðu þeir haft mikinn á-
rangur. Hansa viltist frá hinu skipinu, komst í slæman
ís og brotnaði á 70° n. br.; komst skipshöfnin á ís-
jaka og hraktist á honum suður með allri austurströnd-
inni, uns þeir náðu landi við Friðriksdal syðst á vestur-
strönd Grænlands, og voru þá mjög þjakaðir, sem von var.
Árið 1777 fór líkt fyrir nokkrum skipshöfnum af hval-
veiðaskipum, að þær rak á ísjaka suður með Grænlandi og
komust að eins fáir lífs úr þeim þrautum.