Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Page 122

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Page 122
314 veturinn. Sumarið 1885 5. júlí héldu þeir aptur heimleið- is, Garde og Eberlin mættu þcim á miðri leið og þóttust þá úr helju heimt hafa, komust þeir félagar svo allir 1. ágúst til Nanortalik og stigu á skip, sem var ferðbúið til Kaupmannahafnar. Austurströndin er lík vesturströndinni, en þó er undir- lendi minna; þar eru langir og krókóttir firðir, há fjöll (4—6000 fet) og ótal eyjar og sker fyrir landi, en skrið- jöklar ganga í hverjum firði í sjó fram. Arið 1884 voru Skrælingjarnir á austurströnd Grænlands fyrir sunnan 68° n. br. 548 að tölu; af þeim voru 413 í norðurbyggð- inni, en 135 í suðurbyggðinni. þar voru 247 karlar og 301 kona; þessir Skrælingjar áttu alls 33 kvennbáta (umiaks), 42 einróna húðkeipa (kajaka), og 41 tjald. Norðurbyggðin er mjög merkileg. þeir sem þar búa hafa engin viðskipti haft við Európumenn, og hafa að öllu leyti verið upp á sjálfa sig komnir. 1 suðurbyggðinni eru Skrælingjar mjög líkir þeim, sem búa á vesturströndinni, en í norðurbyggðinni eru þeir töluvert öðru vísi; þeir eru vel vaxnir, laglegir í andliti og bjartleitir, hafa hátt nef og dökkjarpt hár, og allmargir eru skeggjaðir. Af þessari lýs- ingu eru auðséð, að þeir eru miklu líkari Európumönnum en Skrælingjum. A vetrum búa allir saman í hverri veiði- stöðu, en á sumrum býr hver bóndi í tjaldi sér. þar sem þeir Holm höfðu vetrarsetu, bjuggu 50 manns í sama hús- inu; vetrarhúsin eru 24—40 fet á lengd og 12 fet á breidd; vanalega gjöra þeir húsin utan í halla, svo að apturhluti hússins er grafinn niður í hólinn, en þakið er jafnhátt efstu brúninni; 4—6 faðma löng göng eru inn að ganga; rúmin eru fram með veggjunum og er eitt rúm fyrir hver hjón og áhangendur þeirra, en stólpar og þverveggir skilja þau hvert frá öðru. Fyrir framan hvert rúm er grútar- lampi og yfir honum hangir pottur; hjá hverju rúmi er vatnsker og næturgagn; öll eru ílát þessi haglega skorin úr mjúkum steini. Ekki er þar nein eiginleg stjórn; sá, sem er mestur dugnaðarmaður í hverri veiðistöðu, er sjálf- sagður foringi. Foringi þessi skiptir niður húsrúminu og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.