Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Qupperneq 122
314
veturinn. Sumarið 1885 5. júlí héldu þeir aptur heimleið-
is, Garde og Eberlin mættu þcim á miðri leið og þóttust
þá úr helju heimt hafa, komust þeir félagar svo allir 1.
ágúst til Nanortalik og stigu á skip, sem var ferðbúið til
Kaupmannahafnar.
Austurströndin er lík vesturströndinni, en þó er undir-
lendi minna; þar eru langir og krókóttir firðir, há fjöll
(4—6000 fet) og ótal eyjar og sker fyrir landi, en skrið-
jöklar ganga í hverjum firði í sjó fram. Arið 1884 voru
Skrælingjarnir á austurströnd Grænlands fyrir sunnan
68° n. br. 548 að tölu; af þeim voru 413 í norðurbyggð-
inni, en 135 í suðurbyggðinni. þar voru 247 karlar og
301 kona; þessir Skrælingjar áttu alls 33 kvennbáta (umiaks),
42 einróna húðkeipa (kajaka), og 41 tjald.
Norðurbyggðin er mjög merkileg. þeir sem þar búa
hafa engin viðskipti haft við Európumenn, og hafa að öllu
leyti verið upp á sjálfa sig komnir. 1 suðurbyggðinni eru
Skrælingjar mjög líkir þeim, sem búa á vesturströndinni,
en í norðurbyggðinni eru þeir töluvert öðru vísi; þeir eru vel
vaxnir, laglegir í andliti og bjartleitir, hafa hátt nef og
dökkjarpt hár, og allmargir eru skeggjaðir. Af þessari lýs-
ingu eru auðséð, að þeir eru miklu líkari Európumönnum
en Skrælingjum. A vetrum búa allir saman í hverri veiði-
stöðu, en á sumrum býr hver bóndi í tjaldi sér. þar sem
þeir Holm höfðu vetrarsetu, bjuggu 50 manns í sama hús-
inu; vetrarhúsin eru 24—40 fet á lengd og 12 fet á breidd;
vanalega gjöra þeir húsin utan í halla, svo að apturhluti
hússins er grafinn niður í hólinn, en þakið er jafnhátt
efstu brúninni; 4—6 faðma löng göng eru inn að ganga;
rúmin eru fram með veggjunum og er eitt rúm fyrir hver
hjón og áhangendur þeirra, en stólpar og þverveggir skilja
þau hvert frá öðru. Fyrir framan hvert rúm er grútar-
lampi og yfir honum hangir pottur; hjá hverju rúmi er
vatnsker og næturgagn; öll eru ílát þessi haglega skorin
úr mjúkum steini. Ekki er þar nein eiginleg stjórn; sá,
sem er mestur dugnaðarmaður í hverri veiðistöðu, er sjálf-
sagður foringi. Foringi þessi skiptir niður húsrúminu og