Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Side 123
315
sér um, að regla sé á öllu; því sem veiðist er skipt jafnt á
milli allra, og eins fá allir jafat af vetrarforðanum; foring-
inn ákveður, hvað eta skuli á hverjum degi. I vetrar-
húsinu er mikill hiti af grútarlömpunum, og sitja menn þar
því nær allsberir. Konur eru í litlum metum, en þó eru
karlmenn þeim miklu betri en hjá mörgum öðrum villiþjóð-
um; ekki er þar álitið, að gipting sé bindandi, nema konan
eigi börn. Siðsemi er ekki á háu stigi, og eigi ber það
sjaldan við, að menn hafi konuskipti um styttri eða lengri
tíma; þó leit ekki út fyrir annað en að hið bezta samkomu-
lag væri milli manna. Austurbúar þessir grafa lík á þann
hátt, að þeir láta þau vera sitjandi í gröfinni, en mjög
opt grafa þeir alls ekki dána menn, heldur fara með þá
út á sjó og sökkva þeim þar, því ef faðir hins dauða eða
einhver nákominn hefir drukknað, þá er líkinu sökkt í
sævardjúp til ættingja sinna. þegar einhver deyr, má ekki
nefna nafn hans um langan tíma á eptir og eigi heldur
orð þau, sem nafnið er dregið af, jafnvel þótt nafnið merki
einhvern hlut, sem menn daglega verða að tala um; þá
er valið nýtt nafn á þennan hlut. Nafn manna er hjá
þeim heilagt, og það er eins og þeir hugsi sér hverja mann-
lega veru samsetta af 3 hlutum: sálu, líkama og nafni.
Austurbúar þessir eru að dómi Holm’s bæði greindir og
námfúsir, og geta undravel notað sér þau fáu hjálparmeðul,
sem náttúran veitir þeim; þeir eru kurteisir og gestrisnir,
iðnir, friðsamir og tilhliðrunarsamir hverir við aðra; þeir
hafa miklu meiri fyrirhyggju fyrir vetrinum en Skrælingjar á
vesturströndinni og safna sér miklum vetrarforða, svo hall-
æri koma þar miklu sjaldnar. þeir eru mjög lagtækir, og
verkfæri þeirra og búshlutir eru gjörðir með miklum hag-
leik. Fyrir skömmu (líklega fyrir hér urn bil SO árum)
hafa þeir farið að nota járn og málma; áður höfðu þeir
vopn sín og veiðarfæri öll úr steini og beini. Járn fá þeir
mest af skipsflekum, er þar reka að landi; rekaviður er
þar töluverður, og nota þeir hann við báta- og sleðasmíði;
ekki hafa þeir axir, og verða því að kljúfa trén með tré-
fleygum og steinum. Boga höfðu þeir, sem voru með sama