Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Blaðsíða 7
119
ingar. Meðal annars drápu þeir fyrir honum kú,
og líklega hefir Gunnsteinn bóndi átt skipið eða haft
einhver ráð yfir því, þótt það sé ekki tekið fram
beinlínis. Svo fór sem Jón lærði hafði spáð, að
Spánverjum leizt illa á skútuna. Þó héldu þeir af
stað á henni, Pétur og Stefán og menn þeirra, þótt
valla mætti hún heita sjófær, og höfðu með sér báta
sína, en Marteinn skildi hér við félaga sína og lið
hans á 4 bátum, og héldu þeir allir til ísafjarðar.
Pétur, Stefán og skútumenn héldu út á Djúp-
haf og svo í einni lotu vestur fyrir Önundarfjörð.
Þar komu þeir við og lágu þar nokkra daga. Séra
Olafur segir þrjá daga, en Jón lærði eina nótt. Þeir
fóru með ránum bæði þar og á Ingjaldssandi og i
Súgandafirði og var það alls talið til tuttugu hundr-
aða, sem þeir rændu. Þvínæst ætluðu þeir að hverfa
aptur norður til Isafjarðar, til Marteins og manna
hans, en þegar þeir fréttu af vígunum í Dýrafirði
héldu þeir tii Vatneyrar í Patreksfirði. Þeir brutu
þar upp verzlunarhús Dana og bjuggust þar um
eptir faungum; höfðust þeir þar leingi við og lýkur
hér frá þeim að segja að sinni.
Það er af Marteini að segja og mönnum hans,
að tveir bátarnir héldu til Æðeyar og var Marteinn
sjálfur fyrir því liði, en hinir tveir fóru til Bolúngar-
víkur og var það lið allt óvaldara og illa kynnt
sumt, fyrir ýms óknytti.
Spánverjar komu tii Bolúngarvíkur á Mikaels-
messukvöld og voru þar um nóttina, en morguninn
eptir sigldu þeir vestur fyrir. Þeir komu til Staðar
í Súgandafirði og rændu þar ýmsu frá prestinum,
séra Erlendi Snæbjörnssyni. Þaðan geystust þeir
vestur alt til Þíngeyrar í Dýrafirði og létu greipar
sópa um eignir manna. Meðal annars brutu þeir