Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Blaðsíða 82
194
i
því að hann mun hafa haft fátt lið úr Noregi, en
hitt nær auðvitað engri átt, að hann hafi lagt undir
8ig eyna (alt Stóra-Bretland?). Aptr er það, sem
Adam segir um afdrif Eiríks, samkvæmt enskum
sagnaritum, er segja, að Eiríkr Haraldsson hafi verið
rekinn frá rikjum af þegnum sínum og síðan svikinn
og drepinn (sbr. Tim. Bmfél. V. 169—170 nm).
Þessi enska frásögn kemr líka heim við »Agr.« að-
þvi leyti, sem þar segir, að Eiríkr hafi orðið óvin-
sæll sökum grimdar sinnar (og Gunnhildar) og orðið-
því að fara úr landi. Sumt af því er stendr í ensk-
um ritum viðvikjandi æfilokum Eiríks Haraldssonar,
kemr lika saman við frásögn Hkr. um fall Eiríks
blóðöxar, svo sem það, að hann hafi fallíð í land-
orustu, og með honum frændr hans Hárekr (»Hen-
ricus«) og Rögnvaldr (»Reginaldus«), og þó er margt^
sem skilr ensku og íslenzku frásögnina um burtför
Eiríks úr Norðymbralandi og um dauða hans, en
það er reyndar engin furða, þótt ýmsar sagnir sé-
um hið fyrra, þar sem hann hefir optar en einu
sinni vikið burt og kpmið aptr, en torveldara er að
ráða fram úr missögnunum um hið síðara, enda ber
enskum sagnaritum þar ekki heldr saman, að því
er dauða-ár hans snertir. Sumir segja, að hann hafi
fallið árið 950 (Mathæus af Westminster), aðrir 954,
og það telja flestir réttara ártal (Steenstrup: Norm.
III. 83—84, Bugge: B. S. H. 135, 140) end'a munu
betri heimildir vera fyrir því (A. S. Chron, smbr.
Simeon frá Durh. 953). Um þetta atriði fer G. V.
svofeldum orðum (Safn. I. 315): »Nú er af þessum
hernaði Gunnhildarsona (i Noregi) auðsætt um dauða
Eiriks blóðöxar. í Egils sögu segir, að hann félli
vetri eða svo síðar en Aðalsteinn, og sama segir í
konungasögunum. Egill frétti lát beggja hið sama.