Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Blaðsíða 99
211
;hrein undantekning. Mjer finnst rjett að unna ís-
lendingum sannmælis. Hreinlætis framfarir á seinni
hluta þessarar aldar sýna þó fyllílega að íslenzka
íþjóðin er eigi seinni til framfara en aðrar þjóðir, þeg-
ar framfara skilyrðin eru fyrir hendi. En i þessari
grein voru þau eigi fyrir hendi til neinnar hlítar
fiyrr en eptir 1840 að latínuskólinn fluttist til Reykja-
víkur. I Bessastaðaskóla mun snyrtimennska eigi
hafa verið öllu meiri en á þokkalegum heimilum
upp til sveita. Og á fyrri bluta aldarinnar var
meira djúp staðfest milli kaupmanna og þeirra em-
bættismanna landsins, er farið höfðu til Kaupmanna-
hafnar af annari hálfu og alþýðu af hinni, en svo,
að hún gæti mikið af þeim lært til þrifnaðar eða
annara framfara. Hvort lýsing mín á hreinlæti al-
þýðunnar eptir 1840 sje rjett, um það vil jeg ekki
þræta, því hvor okkar um sig getur sagt að hann
hafi rjett að mæla. En það eitt er jeg sannfærður
um, að óþrifnaður Reykstrendinga hefur alls ekki
verið meiri að tiltölu, eins og höfundurinn virðist
gefa í skyn, en í öðrum sveitum norðanlands; og
hvergi hef jeg sagt það, að konur hafi cigi daglega
þvegið mjólkurílát, svo sem mjólkurfötur, trog og
strokka. En þó þessi ílát væru daglega þvegin, sem
-ekki varð hjá komizt, leiddi alls eigi af því þvott á
öskum, sem hvorki var þá siður eða þókti sjerleg
nauðsyn á að þvo tiltakanlega opt. Söguna um
pokaprestinn segist hann ekki hafa heyrt. Mjer
finnst það vel skiljanlegt og í alla staði fyrirgefan-
Jegt, þó hann hafi ekki heyrt úr hverju hver maður
þvoði sjer í Skagafirði fyrir meir en hálfri öld. Hitt
sýnist mjer síður fyrirgefanlegt, að hann breitir ónot-
um til mín fyrir söguna, þar sem jeg þó nafngreini
sjónarvottinn að henni, og það áreiðanlegan mann og
ia*