Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Blaðsíða 75
187
enskar árbækur geta um komu hans þangað eptir
daga Játmundar konungs (árið 948). Það er helgi-
saga af dýrðlingi einum skozkum, er Cadroe hét, og
lifði á 10. öld, en sagan er rituð á næstu öld eptir
(sjá Skene: Chron. Pict. etc Edinburgh 1867). Það
sýnist engin ástæða til að efast um, að rétt sé skýrt
frá aðalviðburðunum í sögu þessari, þótt ýmislegt
kunni ýkt að vera, er snertir mátt og heilagleik
dýrðlingsins (sbr. Biskupasögur vorar). Cadroe var
af göfugu foreldri kominn, og er faðir hans (Faite-
ach) jafnvel talinn í ætt við konunga (»regii sangui-
nis«). Hann gekk í skóla á írlandi (í Armagh) og
kendi síðan á Skotlandi, unz hann fór þaðan til
Englands, þá er Constantín var Skotakonungr. Kom
hann fyrst til Kumbralands (Curaberland) og réð
þar þá fyrir »Dovenaldus« (Donald) konungr frændi
toans (»propinquus viri«). Þar dvaldi hann um hrlð
•og fekk konungr honum svo fylgd til borgarinnar
»Loida« (Leeds) á landamærum Kumbra og Norð-
manna; var þar fyrir höfðingieinn (xGundericus** 1 II, að
nafni, sem fylgdi honum til Eiríks konungs í Jórvík, en
hann átti konu þá, er skyld var Cadroe (»propinqua«2)
1) »Gunnrekr« er varla norrœnt nafn (sbr. þó Kuþrikr á
sænskum rúnasteinum, t. d. Lilj. 921) og kynni nafnið ab
vera aíbakað úr Gnnnröðr (Guðröðr), en syo er nefndr (Fms.
I. 4) einn af bræðrum Eiríks, sem vera má að hafi lylgt
honum vestr, því að hann var jatnan innan hirðar með Har-
aldi konungi, föður sínum (Fms. I, 6. Hkr. 74. bls.).
2) Hvernig Gunnhildr heiir getað verið skyld Cadroe, er
valt á að gizka, enda eru missagnir um ætt hennar, en haíi
hún verið dóttir Özurar tota af Hálogalandi, getr það auð-
vitað vel verið, að móðir hennar hafi verið hernumiii höfð-
ingjadóttir af Skotlandi, eins og dæmi sýna (Niðbjörg Ln. II.
II, Melkorka Ln. II. 18). En ef trúa skal »Hist. Norv.« til