Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Blaðsíða 101
213
'inesta furða, að höf. skuli ekki vita, að dagleg raorg-
•unkaífibrúkun var orðinn býsna almennur siður
■nyrðra um 1850. Jeg man ekki fyrr til mín, en
kaffi var gefið á morgnana hjá foreldrum mínum
-árið um kring; og þar sem jeg þekkti til í Sauðár-
hreppi, var þessi siður orðinn almennur 1850, það
má jeg fullyrða. Auðvitað gátu tímar komið fyrir,
sem kaffilaust var, því þá var ekki eins oft farið i
kaupstaðinn eins og nú seinna varð siður, enda ekki
önnur eins stund lögð á að hafa kaffið allt af. Að
visu heyrði jeg þess getið, að stöku ríkis- og for-
standsmenn voru að streitast við að hafa kaffið eigi
'Um hönd nema handa gestum. Er næsta líklegt að
Jpeim hafi tekist þetta allt fram að 1860.
Um garðrækt þá, er höf. getur um fyrir 1830
í Skagafirði heyrði jeg eigi getið, nema hjá ein-
staka manni, svo sem sjera Pjetri á Viðivöllum.
Finnst mjer lítt skiljanlegt, hafi garðræktin verið
eins almenn eins og höf. segir, að hún skyldi leggj-
ast svona hraparlega niður á árunum 1830—1850.
Eigi voru þó þau 20 árin harðari, nema miður, en
næstu 20 árin fyrir 1830. Að næpnamjólk hafi verið
brúkuð fyrrum á stöku bæjum, heyrði jeg í ungdæmi
mínu fullorðið fólk segja frá; en sultar-vistir heyrði
jeg það kalla næpnamjólkurbæina.
Höfundinum þykir sagan um Fagranesprestinn
of gömul fyrir ritgjörð.mína, enda þykir honum það
mikill galli á henni, að presturinn geymdi matinn í
kirkjunni, þá er hann fór inn að Sjóarborg til
messu á hvítasunnudag, svo að heimilisfólkið, lang-
•dregið af sulti, næði ekki í að borða heilagfiskid,
ef til vill sjer til óbóta. Hjer er eins og optar, að
jeg álít bezt að segja svo hverja sögu sem hún
gengur. Kristin sálaða á Fjalli sagði mjer söguna