Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Blaðsíða 66
178
og tíð höfðingjaskipti. Hálfdan Loðbrókarson, hinn
íyrsti danski konungur á Norðymbralandi1, var rek-
inn frá völdum eptir fárra ára ríkisstjórn, siðanvar
G uðröðr, sour Hörða-Knúts2, konungr í 14 ár (880— 94),
1) Að hann sé sami maðr og Hálfdan Rögnvaldsson, er
féll árið 877 (Storm: Krit. Bidr. I. 71) er mjög óvistogmeira
að segja ólíklegt, þegar þess er gætt, að eptirmaðr hans
(Guðröðr) kom ekki til valda fyr en 880 (881 eptir Annales
Lindesfern., 882 eptir Simeoni frá Durham). Það er ekkiheldr
mjög líklegt, að Hálfdan Loðbrókarson sé sami maðr og
Hálfdan sá, er konungr var í Danmörku 873 ásamt Sigfröði
bróður sínum (Krit. Bidr. I. 86), þar sem allirLoðbrókarsyn-
ir virðast hafa haldið stöðugt áfram hernaði á Englandi frá
870 til 874, er Hálfdan skipti Norðymbralandi með mönnum
sínum. Þó gat það auðvitað verið, að hann hefði brugðið
sér til Danmerkr einhverntíma á þeim árum. En líklegast
virðist mér, að þeir Danakonungar Sigfröðr og Hálfdan hafi
verið synir Hrœreks konungs af Fríslandi, er hafði riki í
Danmörku 857, þvi að hann og niðjar hans stóðu næstir því
ríki, þá er Hárek yngra leið, en hann er seinast nefndr árið
864. Móðir Loðbrókarsona mætti geta til að verið hefDi
dóttir Ragnfróðar, (f 814) bróður Haralds og Hræreks (sbr.
Storm: Krit. Bidr. I. 69, 71, 81, 86).
2) Svo er hann nefndr í enskum sagnaritum (sfilius Harde-
cnut«, Simeon frá Durham, Mon. hist. Brit. I. 683 n. b.) Að
hann sé sami maör og Knútr fundni (=«Cnut rex» á enskum
peningum frá lokum 9. aldar) sem Steenstrup hyggr (Norm.
II. 96—97 o. s. frv.) virðist ólíklegt, þarsem Arn. Lind. nefna
hann að eins Guthredus, og Simeon telr hann «son Hörða-
Knúts», því að þótt þess megi finna nóg dæmi, að kristnir
höfðingjar hafi haft eitthvert dýrðlegt nafn fyrir skírnar-
heiti, jafnframt sínu þjóðlega heiti, þá mun hitt varla hafa
viðgengizt, að þeir hetði tvö þjóðleg (norræn, heiðingleg) nöfn
1 senn, sem væri viöhöf'ð til skiptis, og Guðröðr er ekki fremr
kristið nafn heldr en Knútr, þótt Steenstrup haldi að svosé.
Það liggr því beinast við, að ætla, að «Knútr konungra sé
allt annar maðr en Guðröðr, (hvort sem hann er hinn sami
og Hörða-Knútr, faðir Gorms »ríka«) en líklega hafa báðir