Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Blaðsíða 107
219
arfýsn manna og áhuga á landstnálum þá á tím-
ura.
Ekki kemur höfundinum saman við mig í 8.
kaflanum um »hjátrúna«. Jeg lýsti henni eins og
jeg þekkti hana, heyrði um hana talað, og trúði
sjálfur, er jeg var unglingur. Höf. neitar huldu-
íólkstrúnni i Hegranesi og segir, að þar hafi verið
hlegið að henni. Sje svo sem höf. segir, hefur al-
menningur í Hegranesi verið langt á undan sínum
tíma, hvað þetta snertir, það má jeg fullyrða. En
margar huldufólkssögur þaðan sagði Sigurður heit-
inn málari mjer sjálfur. Hann var að vísu sjálfur
langt frá því að trúa huldufólkssögum, en þó neit-
aði hann als eigi huldufólkstrú annara og lýsti henni
eins og hún hafði komið honum fyrir sjónir, enda
var langt frá honum að vilja dylja nokkuð það, er
hann vissi að satt var. Að sagðar voru huldufólks-
sögur aðrar eins og þær, er Pjetur Eyjólfsson sagði,
bæði börnum og öðrum, sýnir að minni ætlan tölu-
vert sterka huldufólkstrú. Trauðlega dettur nokkr-
um manni með fullri greind í hug, að segja þær
sögur, er hann veit að enginn trúir.
Höf. segir og galdra trúna miklu minni um
miðja öldina, en jeg gef í skyn, en lýsir þó galdra-
mönnunum á Ströndum fult eins máttugum og jeg
gjöri. Hvort þeir Björn á Róðhóli og Jónas á Vatni
hafi verir taldið með galdramönnum, er álits mál.
Mismunur á kunnáttu-mönnum og verul. vindbelgj-
um var að minni ætlun sá í uppvexti mínum að
kunnáttumennirnir gátu að vísu gjört ýmislegt, er
kalla mátti yfirnáttúrlegt, en þeir gjörðu aldrei skaða
með þekkingu sinni, heldur venjulegast gagn.
Eigi segist höf. vita til þess, að nokkur bafl
haft þá djöfla trú, síðan hann muni fyrst til sín, er