Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Blaðsíða 138
250
allskonar [ blessun af | störfum þess | gefi’ hann að [
dafni
og
Um Iiá [ dag stund j um hing | að mun | eg vitja
og hall | a mér | að þín | um mosa | a reit.
I öllum þessum dæmum standa stuðlar í 1. og
3. braglið, sem báðir eru sterkir, og hér eru því
jafnan tveir bragliðir á milli stuðuls og höf'uðstafs,.
en þótt það eigi þurfi að vera, er það samt ið ein-
kennilega við fimmliðaða visuorðið, að það getur
hæglega verið. Hér á eptir set eg vísuorð með
stuðlum i 2. og 3. braglið, þar er fyrri samstafan.
veik, en in síðari sterk:
Einhver | þungi | þrýstir | huga j mínum
þoku [ mökkar [ hjúpa | mína sál.
og
Upp af [ f'oldar | fimbul | viðum | geimi
fjallið | aldna | rís í | heimi.
Þar að auki geta stuðlar náttúrlega staðið í 3. og5..
braglið (tveiin sterkum) og í 4. og 5. (veik og sterk),
og svo í 3. og 4. liðnum, sem eru inn fyrri með
sterkum háhreim en inn síðari með veikum, en það
gjörir ekkert til, af því að þá er eigi nema einn
br'igliður á milli stuðuls og höfuðstafsins, sem ávallt
verður að standa i fremsta braglið. Sama á sér
stað í þríliðaða vísuorðinu, scm áður er talað um,
þegar stuðlar standa þar í 1. og 2. Jiðnum, því þá
er inn fyrri sterkur en síðari veikur og einn brag-
liður til höfuðstafs frá siðara stuðli. Auk þeirrar
reglu, sem gefin er um stuðlasetning við fjórliðaða
vísuorðið, geta þá stuðlarnir í inu fimmliðaða eigi
staðið í 1. og 5. lið, þótt báðir séu sterkir, því þá er
oflangt á milli, og eigi í 2. og 5. lið, þareð þá er
líka oflangt á milli. Hér set eg dæmi upp ástuðl-
ana í síðasta liðnum ins fimmliðaða vísuorðs;