Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Blaðsíða 108
220
.jeg geti um, nefnil. »að vondir menn gætu komizt í
samband við kölska og látið hann gjöra sjer ýmis-
legan greiða«. Þó kannast hann við söguna um »ó-
guðlega strákinn« sem hann svo kallar, og segir frá
spesíunum, er strákur sagði að kölski hefði vikið
sjer, og að hann hafi átt að gjöra þetta til að hræða
fólk frá því, að troða í sig meira af kverinu. En
hvernig gat drengnum dottið í hug' að búa þessa
sögu til? Var það ekki einmitt af því, að hann
þóktist viss um að henni yrði trúað? enda gat hann
því að eins búist við að losna við kver-lærdóminn,
ef hann gæti hrætt menn með sögu þessari. Það
er og víst, að þó þeir væru til, sem ekki tryðu sög-
unni, eins og eðlilegt var, voru þeir þó líka til, og
þeir eigi svo fáir, sem munu hafa trúað henni, það
veit jeg vel.
Á blaðs. 235 segir höf. að það sje svo fjarstætt
að eigi sje svara vert, að nokkrum hafi runnið til
rii'ja meðferðin á kölska. En nú vil jeg spyrja
hinn háttvirta höt., hvernig átti að lýsa því á ann-
an veg en jeg gjörði, er menn tárast yfir meðferð-
inni á kölska, þó við öl sjeu, með þessura orðum:
»Bágt á þessi aumingi, sem engan á að en allir
skamma«. En þetta er þó satt að einn maður gjörði
oft er hann var kenndur, eins og jeg hefi sagt frá,
og skal jeg nú nefna mann þennan, því jeg veit að
höf. kannast vel við hann. Hann hjet Björn og bjó
á Herjólfsstöðum að mig minnir. Var hann faðir
Ingibjargar á Skíðastöðum í Laxárdal. Sagði móð-
ir mín heitin mjer frá þessu. Lýsti hún Birni sem
vænum og vönduðum manni, en fyndinn og gaman-
samur sagði hún hann hefði verið, einkanlega er
hann var kenndur, en ekki man jeg til, að móðir
mín gjörði neitt orð á blóti hans eins og höfundur-