Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Blaðsíða 70
182
eignað fjölkyngi Gunnhildar, að Egill undi eigi á
íslandi, og Egill er látinn vera ófróðr um höfð-
ingjaskipti i Noregi, þegar hann fer utan, en hvor-
ugt þetta atriði virðist vera upphaflegt i sögunni,
heldur komið til seinna í munnmælunum, þegar
menn reyndu til að gjöra sér grein fyrir, hvernig
á því hafl staðið, að Egill skyldi verða fyrir þeirri
óheppni, að koma á vald Eiriks blóðöxar, mesta
óvinar sins. Þetta var svo merkilegr atburðr í
æfi Egils, að það var við að búast, að um hann
mynduðust hjátrúarkendar sögur i fornöld, og með
því að Gunnhildr hafði fjölkyngisorð á sér, var
það beint að vonum, að það yrði eignað fjölkyngi
hennar, er Egill komst á hennar fund að óvilja
sínum. Nú hefir Egill að likindum eigi vitað neitt
um það, að þau Eiríkr og Gunnhildr væri á
Norðymbralandi, þegar hann kom þangað, en af
því gat sprottið sagan um það, að Egill hefði ekkert
vitað um flótta þeirra úr Noregi, þegar hann
fór að heiman, sem þurfti alls ekki að vera, þótt
Egill vissi ekki, hvar þau Gunnhildr væri niðrkomin
fyr en hann frétti það á Englandi. Það er eigi
iíklegt, að næstum full 2 ár (934—936) hefði liðið
svo, að Egill hefði engin tíðindi spurt úr Noregi,
þótt aldrei nema farbann hefði verið þaðan til allra
landa sumarið 935 (Eg8 59 k.). Sumarið 936 fór
Egill utan eptir sögunni, og er sagt, að hann hafi
ekki orðið snemmbúinn, og ekki komið nálægt Orkn-
eyjum fyr en undir haust (Eg.2 59 k. 214 bls.), en
þar vildi hann ekki við koma, »þviat hann hugði, at
ríki Eiríks konungs mundi allt yfirstanda í eyjun-
um«. Nú virðist nokkuð undarlegt, að Egill skyldi
ekki áræða að koma snöggvast við í eyjunum,
hefði hann haldið að Eiríkr blóðöx væri fyrir