Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Blaðsíða 121
233
(—w—w). Þegar þar á móti létt samstafa ("eða
reikul, sem orðin er létt sakir stöðu sinnar) fer á
undan þessum endingum, þá verða þær þungar, svo
framarlega sem ekkert eða þá létt samstafa fer á
eptir, svo að óttaleg, harðvitug, ríJddóm verður: (—^
—) og sömuleiðis óttalegir, kátlegleiki, barnaskapur,
breiðfirðingur, sem hvert um sig jafngildir (—w—w),
og sýnir, að slíkir orðapartar geta þungir verið. En
fari nú þung samstafa á eptir slíkum endingum (þar
sem létt er á undan), þá megna þær eigi að halda
þunga sinum og verða léttar á nv: Enn það var
ógurleg hœð hlýtur að líta þannig út: (—| —^
^ | —), sem meðfram kemur af því, að íslenzkan
þolir eigi að tvær þungar samstöfur standi saman.
Orð eins og róslit geturþví aldrei orðið: (------), því
slíkt á sér engan stað í málinu, heldur verður það
að hljóða: (—), en auðvitað er síðari hlutinn eigi
vel léttur til að mynda liðugan braglið. Það sem
nú hefir verið sagt, er sönnun fyrir því, að fallanda-
gildi afleiðsluendinganna í kveðskap er alveg komið
undir stöðu þeirra í vísuorðinu. Islenzkan þolir eigi
raeira en tvær léttar samstöfur saman, það getur
því eptir atvikum verið alveg rangt að láta þessar
afleiðsluendingar vera hreimléttar (hreimlaus er eng-
in samstafa) engu síður en hitt, að þær eru stund-
um ranglega látnar vera þungar. Það er t. d. skakkt
að ríma góðlegur (— | á móti vegur (—^), eða
því um líkt, en aptur alveg rétt og sjálfsagt að ríma
ýmislegur (—' | —■—') á móti dregur Það
væri meira að segja með öllu rangt að gjöra það
ekki, því svo sem málið leyíir eigi að tvær þungar
samstöfur standi saman, svo leyfir það heldur aldrei
að þrjár léttar samstöfur komi saman. Að orð svo
sem undarlegur og önnurslík, geti í framburði orðið;