Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Blaðsíða 14
126
alla nóttina; fanst hann þar um morguninn þegar-
allir hinir voru dauðir. Þeir sem fundu Martein
höfðu ekki brjóst til að drepa hann; var hann þá
leiddur fyrir Ara bónda og allan flokkinn og báðu
margir honum lífs, »en sumir bölvuðu eptir vanda«.
Ari sagðist vel sjá að hann væri meinlaus; skyldi
hann hafa grið og fara heim til sín og smíða fyrir
sig þegar hann væri gróinn, »en þessi Marteinn stóð
á knjánum með breiddum höndum, ruglandi um Krist^
sárlega lífs biðjandi«. Ekki varð þó úr því að Mar-
teinn meinlausi feingi líf, því hann var klofinn i
herðar niður, þvert á mótí vilja Ara bónda, og féll
hann seinastur Spánverja.
Ari bóndi hafði sagt, að liðsmenn mættu fletta
líkin klæðum ef þeir vildu og fara með þau eptir
geðþekkni; höfðu nú sumir það að skemtun að leika
þau sem háðulegast, en sumum þótti það marglæti.
Að lyktum voru búkarnir bundnir saman með snæri
og var þeim þvínæst sökt i sjávardjúp, eins og líkum.
félaga þeirra; rak þá hvað eptir annað, jafnvel
hálfum mánuði seinna, en aldrei var þeim sýndur
sá sómi að urða þá, þvi síður grafa þá i vígðri
mold.
Ari bóndi lýsti yfir, að allir fjármunir Spánverja
væru »kóngsins eign« og voru þeir fluttir heim í.
Ögur. Sumir af liðsmönnum gerðu kröfu til endur-
gjalds fyrir það, sem Spánverjar höfðu hnuplað frá
þeim, en feingu enga leiðréttíngu mála sinna; báru
liðsmenn ekkert annað úr býtum en fataslitur þau,
sem þeir höfðu tekið af Spánverjum dauðum og voru
þau svo ógirnileg, blóðstorkin og tætt, að þeir sem
þóttust nokkurs háttar vildu ekki líta við þeim og
þótti fyrir við Ara, eins og von var, þar sem þeir höfðu
eytt mörgum dögum í þessar róstur og orðið að kosta.