Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Blaðsíða 1
113
liorgurum þeim, sem verzla í þessu landi, að þeir
megi vinna svig á þessum illviljuðu kumpánum, sem
leitast við að ráðast á og ræna og rupla þegna vora
i höfnum vorum og krúnunnar og á landi voru Is-
landi, sem áður er minzt á, að þeir megi taka skip
þeirra og leggja þá að velli með hverju móti og á
hvern hátt, sem vera skal. Eptir þessu á hinn fyr-
ncfndi lénsmaður vor á hinu fyrnefnda landi voru,
íslandi, og hinir íyrnefndu þegnar vorir, sem verzla
á þessu landi voru, að haga sér og hegða. Geíið út
í Friðriksborg 30. apríl 1615.
Kóngsbréf þetta kom seinna að góðu haldi, eins
•og bráðum mun verða sýnt fram á.
Vorið 1615 lágu 16 hvalveiðaskip spönsk norð-
ur af Hornströndum og lentu i hafísum, því ísaár
var mikið og ótíð bæði til lands og sjáfar. Svo lít-
ur út sem tveir bátar hafi hrakizt frá skipum þess-
um til Stranda um vorið og er þó sögn Jóns lærða
um það fremur óljós. Bátamennirnir voru þjakáðir
•eptir hraknínginn og hefði þvi verið sjálfsagt að
hjúkra að þeim eptir megni, en fjarri fór að svo
væri gert. Strandamenn tóku þvert á móti til þess
ódrengskaparbragðs að ráðast á þá, alveg að ástæðu-
lausu, og ætluðu að drepa þá. Liðsmunur var mikill,
því Spánverjar voru 13, en Strandamenn 30. Samt
lauk svo að Strandamenn flýðu og urðu sumir sárir.
Jón lærði nefnir róstur þessar Eyaupphlaup. Bát-
arnir munu hafa legið við Strandir fram eptir sumr-
inu og er þess ekki getið, að frekari skærur hafi
.gerzt með Spánverjum og Islendingum að sinni, en
um er getið.
Þegar isa leysti, héldu flest skipin af stað heim-
leiðis, en þrjú komu inn á Reykjafjörð á Ströndum,
nálægt miðju sumri; hafa þau líklega verið að leita
7