Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Blaðsíða 83
195
sumar, þeirra Aðalsteins og Eiríks, en Aðalsteinn dó
940. Enskr annáll nokkr, »Saxa-annáll«, segir þar
á móti, að Eiríkr hafi fyrst fallið 954, en alt er þar
á reiki, það sem af Eiríki segir, svo sem það, að
hann kæmi fyrst til Englands eptir dauða Aðalsteins«.
Síðan segir hann, aðþað»væri og kynlegt, að Eiríkr
skyldi aldrei vitja Noregs, ef hann hefði lifað svo
lengi« (o: til 954), þar sem synir hans voru þá tví-
vegis búnir að herja þangað, og löngu komnir til
Danmerkr. Líka telr hann vísu Glúms um Harald
gráfeld, þá er áðr var á minzt, til sönnunar því,
»að Haraldr væri iarnungr, er faðir hans féll og
hann kom fyrst á herskip«, en þetta tvent er reynd-
ar hvergi sett í samband í henni. Það má samt
nokkuð ráða af þessum ályktunum, hvað komið hafi
fornum sagnamönnum til, að halda að Eiríkr blóðöx
hafi fallið fyr en var í raun réttri. Þeir hafa í-
myndað sér, að hann hafi hlotið að vera fallinn
þegar synir hans voru komnir til Danmerkr og
íarnir að herja í Noregi, en þetta þarf öldungis ekki
að hafa átt sér stað. Það gátu verið ýmsar orsakir
til þess, að Eiríkr vildi ekki herja til Noregs, eða
gæti ekki komið því við. En hins vegar hafa synir
hans sjálfsagt ekki farið til þess heldr, meðan þeir
voru fyrir vestan haf með föður sínum, og má því
ætla, að þeir hafi verið komnir til Danmerkr áðr
en Eiríkr féll. Nú hefir Haraldr gráfeldr’ að öllum
likindum alizt upp í Danmörku frá því er Eiríkr
kom þangað fyrst (935), og það kann vel að vera,
að þeir Gamli og Guthormr hafi líka orðið þar eptir,
þá er Eiríkr faðir þeirra fór vestr um haf. Líklegt
er, að alt af hafi verið dylgjur milli Danmerkr og
Noregs eptir að Eirikr blóðöx fiýði úr Noregi, enda
þótt það væri ekki fyr en eptir herðferð Hákonar
12*