Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Blaðsíða 90
202
Eiríks, og orðin, sem að þessu lúta, nokkuð óákveð-
in og óljós (»quodam Yricio rege super ipsos Scotos
statuto«, Skene: 224. bls.), þá er ekki mikið mark
á því takandi.
Það verðr þá niðrstaðan á rannsókn þessari:
1., að Egill Skallagrimsson hafi eigi komið til
Eiriks blóðöxar í Jórvík beint frá íslandi, heldr frá
Noregi' ári seinna en sagan bendir til, enda hafi
Eiríkr eigi fengið ríki á Norðymbralandi fyr en eptir
Brunanborgar-orustu (937).
2., að æfisaga hins skozka dýrðlings Codroe
staðfesti það, sem sögur vorar segja um ríki Eiriks
á Norðymbralandi á síðustu rikisárum Aðalsteins.
3., að sögur vorar fari aptr á móti vilt í því,
að Eiríkr hafi fallið skömmu eptir að Játmundr var
til ríkis kominn, heldr hafi hann lifað lengi eptir
það.
4., að enskar árbækr staðfesti það, sem sögur
vorar benda til, að Eirikr hafi eigi haldizt við á
Norðymbralandi um daga Játmundar (941—946).
5., að Eiríkr blóðöx sé sami maðr og Eiríkr
Haraldsson, sem ensk sagnarit nefna á árunum 948
•—954, en litlar reiðr sé að henda á þvi, sem sög-
urnar segja af honum eptir (fyrstu) burtför hans úr
Norðymbralandi (941), að fráteknu því, sem staðið
hefir i Eirlksmálum (um fall hans).
Hefir hann þá komizt aptr til ríkis nokkru eptir
lát Játmundar (948), en haft þar fyrst litið viðnám,
og Olafr kvaran brotizt enn til valda, en Eirfkr
hefir þó að lyktum orðið hlutskarpari, og haft rikið
til 954, en verið þá rekinn frá völdum af þegnum
sínum og siðan svikinn og fallið í orustu sama ár,
ásamt nokkrum frændum sínum, er með honum hafa
verið.