Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Blaðsíða 61
173
Athugagrein
Tið ritgjörð Brynjólfs Jónssonar «Ölfus = Alfós».
Eptir Björn Magnússon Ólsen.
Jeg er alveg samdóma hinum heiðraða höf. um
jiað, að Ölfusið dragi nafn sitt af Alfsósi þeim, sem
Landn. nefnirenda hefur hann leittljósogóræk rök að
sínu máli með þeirri greind og glöggskigni, sem
honum er lagið. Enn hann hefur, sem von er, vant-
að málfræðislega þekking til að rekja rjett breiting-
arsögu orðsins, og mun jeg því eptir ósk höfundar-
ins reina að skíra það mál betur.
Engum orðum í málinu er jafnhætt við breiting-
um eins og örnefnum, því að hin upphaflega þíð-
fng og tilefni örnefnisins gleimist fljótt, oghættiral-
þíðu þá til að afbaka orðið, þegar hún er hætt að
skilja það. Orðinu Alfós eða Alfsós (eldri mind Alf-
óss eða Alfsóss) var í sjálfu sjer ekki svo hætt við
að afbakast, af því nð samsetningin (af Alfr ogo'ss)
er sVo ljós og hverjum manni skiljanleg. Afbökun-
in hefur þvívafalaustbirjaðí þrisamsettu eða þríliðuðu
örnefnunum: Alf(s)óssvatn, Alf(s)óssá, Alf(s)ósssveit.
Hjer hafa menn vafalaust mjög snemma sleppt s í
Alfs- til að gera sjer framburðinn auðveldari sakir
s-anna, sem á eptir fara. Þannig urðu mindirnar
Alfóssvatn, Alfóssá, Alfósssveit ofan á. En at því að
samstafan óss í þessum mindum hafði veikari áherzlu
en samstöfurnar bæði að framan og aftan, þá varð
mönnum ósjálfrátt að stitta hljóðstafinn í þessari
' samstöfu og bera fram oss í staðinn fyrir óss, enda
er það altítt í islensku, aðhljóðstafur stittist í áherslu-
veikum samstöfum, t. d. Olafr, eldra: Oláfr, Hamðer,
eldra Hamþér, Hloðver, eldra HJoðvér, o. s. frv.1 Þann-
1) Sbr. Noreen, Altislandisohe und altnorwegische gram-
matik, 2. útg., § 121.