Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Blaðsíða 11
123
^verjarnir, sem voru í Æðey, voru í smiðjukofa úti á
’hlaði. Isfirðingar rufu þakið á kofanum og sóttu að
þeim; vörðust Spánverjar vonum betur, en féllu að
lokum, því við ofurefli var að etja. Þvínæst voru
líkin flett klæðum og borin allsnakin á börum fram
á björg. Þar voru þau bundin saman og steypt of-
an í Djúp, en morguninn eptir voru þau komin á
land fyrir utan Isafjarðardjúp, þar sem heitir á Fæti,
og voru þau dysjuð þar undir bökkum. Kross fanst
á einum af Spánverjum, eins og páfatrúarmenn eru
opt vanir að bera á sér og einhverjir helgir dómar
aðrir; var altalað meðal liðsmanna að það væru
galdrar hans, en ekki hefðu þeir dugað honum í
þetta skipti, þ\rí dauður væri hann með öllu.
Kolniðamyrkur var, en einstöku sinnum laust
eldingu niður í fjallið og kallar Jón lærði þær »eld-
leg sverð«; hafðiAra bónda þótt það góðsviti og sagt
að það væri sigurboði. Auk þess var svo mikill
stormur, að valla var skipfært upp yflr sundið til
meginlands og er það þó örmjótt.
Ari bóndi og menn hans klaungruðust samt yfir
sundið við illan leik og geingu til Sandeyrar út.
Þeir slógu hríng um bæinn og gerðu vart við sig
fyrir heimamönnum; var nú sent út til Snæfjalla
eptir Jóni presti Þorleifssyni til Staðar á Snjáfjalla-
strönd. Jón lærði segir, að þrír prestar hafi verið
við vígin á Sandeyri. Hann nefnir séra Jón á Stað
á Snjáfjallaströnd og séra Jón Grímsson í Árnesi,
sem var staddur í ísafjarðarsýslu um þetta leyti,
af tilviljun, en nefnir ekki þann þriðja; stóðu þessir
þrír prestar umhverfis Ara bónda og hinir helztu
menn aðrir, allir vopnaðir.
Ísfirðíngar sóttu svo að á Sandeyri, að Marteinn
skipstjóri var staddur í húsi einu úti á hlaði við fá-