Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Blaðsíða 13
125
I>að þótti mörgum afbragð að sjá hans íþrótt í saung-
list«, segir Jón lærði. Svo er sagt, að einn af skip-
verjum hafi komið spjótslagi á Martein í kafi, en þó
linaðist hann eigi til fulls fyr en Björn Sveinsson,
sveinn Ara bónda, hæfði ennið á honum með steini.
Marteini var nú fieytt til lands og klæddur úr öll-
um fötum og því næst unnið á honum og fremur
hroðalega, en hann sýndi hreysti og harðneskju fram
i andlátið. Líki hans var þegar sökt niður í Djúp.
Þegar Marteinn var látinn, snerist stormurinn upp í
blæalogn, »hvað þeir eignuðu krapti þess galdra-
kropps Marteins«.
Nú var tekið til óspiltra málanna með þá sem
-eptir voru af Spánverjum og þurfti einginn um grið
að biðja. Flestir vörðust drengilega og var það al-
mæli þeirra sem við voru staddir, að Spánverjar
hefðu aldrei orðið unnir á vígum völlum og allra
sízt Marteinn sjálfur, hefði hann ekki geingið á grið
Ara bónda. ísfirðiugar urðu að rjúfa allan bæinn
yfir Spánverjum, því þeir sýndu ekki síður kænsku
■en hreysti í vörninni og það leið svo öll nóttin fram
á dag að fáir féllu. Þá var Magnús sonur Ara
bónda, sem seinna varð sýslumaður í Isafjarðarsýslu,
feinginn til að vinna á Spánverjum með skotum og
fækkaði þeim nú óðum, en hinir skriðu undir rúm
og í önnur skúmaskot; var tígjaður maður sendur
til að vinna á þeim. Einkum er við brugðið vörn
únglíngs eins í baðstofunni, en hann féll að lok-
um fyrir skoti. Seinast var sá drepinn af Spán-
verjum sem Marteinn hét, og varkallaður Marteinn
meinlausi, eptir því sem Jón lærði segir. Hann
sýndi einga vörn. Marteinn var trésmiður og hafði
feingið lítið sár snemma um nóttina, áður en aðal-
drápið hófzt; hafði hann skriðið undir kú og lá þar