Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Blaðsíða 136
248
en úr því vil eg reyna að leysa hér aptar. Lög-
málið fyrir stuðlasetningunni í fjórliðuðum vísuorð-
um verður þá þctta. «Stuðlar geta eigi staðið í 2.
og 4. háhreimssamstöfu (því báðar eru veikar) né í
1. og 4. (því þá verður oflangt milli stuðla) og eigi
lieldur i 1. og 2. (því þá er oflangt til höfuðstafsins,
sökum þess að sfðari stuðulsamstafan er veik; en
fyrir því skal síðar færð sönnun; en aptur mega
þeir standa í 1. og 3. (báðar sterkar) og í 2. og 3.
(veik og sterk) ög loks i 3. og 4. (sterk og veik)».
Þetta litur svona út:
Gcða j sagna | gamla | láð
eða
Sælt er að | lialla sér | hvítum að [ barmi
eða
Vega | móður | lífs urn | leiðir
Ef nú vísuorðið er sexliðað eða rneira, er farið með'
það sem tvö víSuorð, eða höfuðstafurinn stendur þá
lfka i þvi, svo sem hér:
Fimmta | sinni | F.jölnis | út skal | fenginn | bjóða
eða þetta:
Það or | komin | aptur j elding j allt er | dauða |
kyrrt og | hljótt
En þá er epíir að tala um fimmliðaða vísuorð-
ið. Það er einkennilcgt að því, að í fljótu álit.i virð-
ist svo sem dálitið öðruvísi reglur séu þar fyrir
hljóðstafaskipun, en i hinum flokkunum, en það er
raunar eiui, ef vel er að gáð. Eptir einkennileik
þessara fimmliðuðu vísuorða, hefir samt hvorki
Schweitzer né í’innur tekið. Þar gettir nefuilega
sfðari stuðull stabið svo langt frá höfuðstaf að tveir
bragfiðir séu á milli þeirra, sem mun koma til at
því, að þar hefir þá sú samstafa, sem stuðulinn ber,
sterkan liáhreim. Þetta verður jafnan, þegar stuðlar