Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Blaðsíða 132
241
var eitt \ sinni stund \ að eg angr | aður grét«, að hann
kunni vel að yrkja undir öfugum þríliðahætti þeg-
ar hann ætlaðist til, að kvæðið væri þannig lagað.
Aptur á móti er kvæði Jónasar:
»Nú er vetur úr bœ«,
ort svo, að það á að byrja með tveimur léttum sam-
stöfum og þótt Finnur segi að þar sé allt keiprétt,
þá er það öðru nær, og margthefir Jónas beturort.
Þar er þegar í öðru erindi brugðið út af réttum rím-
reglum, með þvi, að láta fyrri stuðulinn standa í
fyrstu samstöfu visuorðsins, sem eptir hættinum á
að vera létt og getur því eigi borið hljóðstaf, en
eptir stuðlasetningu skáldsins hlýtur að verða þungt,
svo sem hér má sjá:
Brunar kjöll | yfir sund
Fiýgur fák | ur um grund.
Aðfundningar þær, sem Gísli fær, eiga'því heldur við
Jónas. Annars er það áríðanda fj7rir skáldin að at-
huga vel, að réttur fallandi verði á kvæðum sínum
og samstöfur hvorki of margar né of fáar.
III. Um hljóðstafasetninguna.
Það eru einkum tveir menn, er hafa ritað um
setningu stuðla og höfuðstafs: Dr. Ph. Schweitzer i
S. árg. af Tímariti Bmfl. og dr. Finnur Jónsson i
Bragfræðinni bls. 72—74, en gjörskoðað er þetta
mál samt enn eigi. Jafnan hefir það verið kunn-
ugt, að allir raddhijóðar (vocales) eru skoðaðir sem
einn stafur við hljóðstafasetningu og sömuleiðis að
samhljóðarnir (consonantes) verða að vera inir sömu
til að tengja visuorðin saman, svo og að stafsam-
böndin slc, sp og st, gilda hvert um sig sem einn
stafur. En eptir hvaða reglum tilfundningin fór við
að setja þessa stafi, var mönnum óljóst. Samt er