Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Blaðsíða 114
226
farið vel og ráðvandlega raeð sýslan sína. En tif
sannindaraerkis um það, að misjafnar sögur hafi
borist stundum ura meðferð hreppstjóranna á valdL
þeirra, skal jeg geta þess, að í uppvexti mínum
kom sú saga upp í Skagafirðinum um hrepp-
stjórann í Skefilsstaðahreppi, að hann hefði verið
sektaður mjög tyrir stórkostleg tíundarsvik. Áttf
sóknarprestur hans, sjera Olafur, er kallaður var
«stúdent», að hafa komið upp tíundarsvikunum. Um
þetta var sagt, að Tómas á Hvalsnesi hefði kveðið-
stöku þessa:
»Ólaf klerk við eigum merkilegan,
synda lerkar svola vel,
með sinni sterku málaþjel».
Var altalað að hreppstjóra þessum hefði verið, eins
og vonlegt var, vikið frá hreppstjórninni. Enskömmu
Seinna bað sýslumaður hann þó, að því sem jeg
heyrði, að taka við stjórninni aptur, bæði af því, að
eigi var á mörgum völ enda var hreppstjóri þessi
að mörgu leyti merkur og mikilhæfur maður. Af
þessu varð karl svo drjúgur, eptir því sem heyrðist,.
að hann sagði einhverju sinni við kunningja sína, er
hann var við öl: «Jeg er skapaður hreppstjóri».
Saga þessi gekk fjöllunum hærra—sem menn segja
— í Skagafirði um tíma, og þykir mjer sjálfsagt, að
hinn heiðraði höf. hafi heyrt hana. Og hver veit
nema hann þekki einhverja aðra útgáfu af sögunni,.
ekki siður en sögunni um Sigurð «trölla». Vel má
líka vera, að hann vilji kalla hana «skáldsögu». En
jeg segi hana eins og jeg heyrði hana.
Á rökum er það byggt, er höf. segir um 11.
kaflann «Ymislegt», að rjett hefði verið að getareið-
týgjanna, þó hvað mig snertir að eins að því leyti,.