Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Blaðsíða 48
160
þessa, og var eigi traust ura að hann visaði þeim
á hafnir, eður þángað sem féfaung voru fyrir«, en
þessi áburður virðist vera tilhæfulaus og að minsta
kosti er ekki hægt að sanna hann. Ekki var held-
ur borið á Jón að hann hefði verið í vitorði með
Spánverjum í málastappi því, sem hann lenti i
nokkrum árum seinna, og raundi það þó valla, hafa
verið sparað, ef hægt hefði verið að leiða rök að
því, því Ari bóndi í Ögri og margir aðrir heldri
menn á Vestfjörðum gátu ekki litið Jón réttu auga
eptir það, hann ritaði um víg Spánverja. Það sat
á honum umkomulausum og bláfátækum að vera
að rita um það, sem þeir höfðust að, höfðíngjarnir,
og þar á ofan var hann svo djarfur, að segja sög-
una hlutdrægnislaust gagnvart þeim sem urðu undir
og eins og hún gekk. Það þurfti hann að fá borgað
og það fékk hann. Jóni var ekki vært á Vestfjörð-
um eptir þetta. »Jón var hlaupinn suður um fjall,
þegar þeir fþ. e. Spánverjar) voru drepnir«, segir
Jón Espólín, og »Jón komzt undan og flæktist viða
um land«, en eg tel vist, að Jón Espólín hefði farið
að dæmum nafna síns lærða, hefði hann staðið í
hans sporum, heldur en að sitja kyr á Vestfjörðum
og eiga á hættu, að vera drepinn sjálfur eins og
Spánverjagarmarnir.
gg. Bréf Kristjáns konúngs IV. 30. april 1615,
sem prentað er hér að framan.
hh. Herluff Daa höfuðsmaður á Islandi um
þessar mundir (1606—1619). Bréf hans um Spán-
verja er nú týnt. Ekkert er getið um það í Hirð-
stjóra annál séra Jóns Halldórssonar. (Safn til sögu
Islands II).
ii. Dómurinn í Súðavík, sem áður er getið um.