Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Blaðsíða 88
200
rithöfundi frá seinni hluta 14. aldar, og gegnir þa&-
furðu, að Steenstrup skuli hafa tekið frásögn Mat-
hæusar góða og gilda í öllum greinum (Norm. III.
89), þar sem hann heldr þó, að Eiríkr Haraldsson,
konungr í Norymbralandi, sé sami maðr og Eiríkr
blóðöx Noregskonungr, því að auðvitað er, að sonr
Eiríks blóðöxar hefir eigi getað heitið Heiurekr, og
jafnvel enginn norrænn herkonungr á þeim tíma,
heldr er það afbökun úr Hárekr1. Aptr er það lík-
legt, að Snorri fari vilt í því, að Eiríkr hafi fallið
sunnan til á Englandi fyrir Olafi nokkrum, er þar
hafi verið settr til landvarnar, og mun það vera
rétt hermt hjá Mathæusi, að Eiríkr hafi komizt til
Stanmor (norðan til á Englandi) eptir að hann varð
seinast að flýja frá Jórvík, verið svikinn af enskum
jarii, Osúlfi að nafni (syni Ealdreds, konungs eða
jarls í Bernikiu við landamæri Skota), og fallið fyrir
Makkusi Olafssyni. Hafa þá munnmæli þau um fa)I
hans, er til Islands bárust, blandað þessum mönnum
saman við Olaf (kvaran), er var mótstöðumaðr Eiríks
á Norðymbralandi og kepti við hann um ríkið, og
mun svona tilkomin sú sögusögn, að Eiríkr hafi fallið
í orustu við Ólaf konung, landvarnarmann Játmund-
ar Englakonungs.
Það er óvíst, hvar Eiríkr hefir dvalið árin 941
—948, en líklegast er, að hann hafi þ4 haft hæli f
Orkneyjum, og verið jafnan á sumrum í vikingu eða
»útilegu«. Eins er óljóst, hvað drifið hefir á daga
hans þau árin milli 948 og 954, sem hans er eigi
getið í enskum sagnaritum. Eptir elztu árbókununr
1) Þessum nöfnum hefir stundum verið ruglað saman,
sjá Saxo: Möllers útg. 500 bls. n. (Ed. princeps heíir Haricus
fyrir Henricus).