Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Blaðsíða 67
179
en eptir það er óljóst, hverjir hafi ráðið þar ríki,
þótt líklegast sé, að landið hafi lengstum verið und-
ir valdi Dana, til þess er Rögnvaldr, norrænn her-
konungr af ætt Ivars i Dýflinni, vann landið og
gjörðist þar konungr (um 910—920, sbr. Norm. III.
32. o. v., Krit. Bidr. I. 172). Eptir hann kom Sig-
tryggr frá Dýflinni, er vingaðist við Aðalstein, er
hann var nýkominn til ríkis (925), og fékk systur
hans fyrir (seinni) konu, en dó skömmu síðar
(926). Eptir það reyndi Guðröðr frá Dýflinni
(líklega bróðir Sigtryggs, (Storm: Krit. Bidr. I.
172) en ekki sonr, eins og Steenstrup hyggr* 1)
til að ná þar völdum, (927, Norm. III. 116)
en það tókst ekki, og virðist Aðalsteinn hafa lagt
landið algjörlega undir sig og skipað sinum mönn-
um.2 En geta má nærri, að hinum norrænu herkon-
verið at' Knýtlinga ætt, og upphef'ð Guðröðar hefir getaðhaft
áhrif á myndun sögunnar eða æfintýrsins um Knút fundna
(ættföður Knýtlinga), sem mun eiga aðalrót sína í fornri goð-
sögn (sbr. Tím. Bmf. X. 97 nm).
1) Þó að Fiórentius frá Worcester (Mon. hist. Br. I. 673)
kalli Guðröð son Sigtryggs, getr það vel verið misskilningr,
sprottinn af því, að hann hafi farið eptir eldra riti, þar sem
neíndr haíi verið cÓlaír sonr Sigtryggs og Guðröðr bróðir
hans», sbr. orð Vilhjálms frá Malmesbury (II. § 134): cFugit
tunc Analatus filius Sictrici Hiberniam et Godefridus frater
ejus Scotiareu.
2) Það er óvíst, hvort Ólafr rauði, sem Eg. segir frá, hefir
ráðizt á Norðymbraland og orustan á Vínheiði staðið dðr
en Guðröðr reyndi að ná völdum, eða eptir að Aðalsteinn
var búinn að fiæma hann algjörlega úr landi, en hið fyrra
sýnist öllu líklegra, því að Guðröðr hefir ekki verið -rekinn
burt fyr en ári eptir lát Sigtryggs (927, sjá A. S. Chr. í Mon.
hist. Brit. I. 382—383), en Florentius talar um orrustu og
sigr Aðalsteins á öllum konungum «Albions« (Stóra-Bretlands)
árið 926 (M. h. Br. I. 673) og Ann. Lind. setja herför Aðal-
steins til Skotlands 924 ^sem er of snemt, því að hún hefir