Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Blaðsíða 45
157
xim við ísland. Björn á Skarðsá og Jón Espólín
segja, að þetta ár hafi verið 18 hvalveiðaskip við
ísland, og hafa Vestfirðíngar líklega að eins orðið
varir við 4. Annars er mjög hæpið, að skipatalan
sé rétt hjá þeim Birni og Jóni. Þess er getið, að
hvalskutlarar þessir hafi verið meinlitlir í fyrstu,
en farið að gera landsbúum ýmsar glettíngar þegar
frá leið. Jón Espólín tekur fram, að Islendíngar
hafi látið þá hlutlausa. (Árb. V, bls. 129).
d. Þ. e. 1614. Björn á Skarðsá segir, að þetta
ár hafi útlendir sjóræníngjar rænt víða í kríng um
landið, en Jón Espólín segir: »Þá tóku hinir spönsku
menn, er kallaðir voru, að ræna nautum og sauðum
& Vestfjörðum og hræddu af mönnum penínga;
brotnaði skip þeirra eitt, en menn komust af; er
þess getið, að hafizt hafi handa í móti þeim hvorki
Danir né Íslendíngar«. (Árb., bls. 132). Jón Espó-
lín ruglar annars saman árunum 1614 og 1615 og
segir að séra Óiafur hafi ort kvæði sitt um ræníngj-
ana 1614, en það er rángt. Hvorki Björn né Jón
minnast á tölu hvalveiðaskipanna þetta ár.
e. Séra Olafur hefir líklega orðið »mannvöl« i
skopi, þar sem þeir Marteinn og félagar hans voru
»lærðir á þjófasið« og »kreistu fólkið mfeð kúgun«.
Það hefir þó ef til vill vakað fyrir honum hve
hraustir og harðfeingir þeir vóru, einkum Marteinn.
f. Jón lærði nefnir fyrirliðaua á þessum þrem-
ur hvalveiðaskipum, sem brotnuðu við Vestfirði 1615,
Martein, Stefán og Pétur, en Jón Espólín fer hér,
eins og annars staðar, eptir sögn séra Olafs.
g. »Á Bolunum« (»Bölunum«) þ. e. í Bolúngar-
vík, eins og áður er drepið á.
h. Þ. e. 1613, 1614 og 1615.
i. Árið 1615 var fjarskalegt harðinda og ísa ár.