Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Blaðsíða 46
158
í. »Strandvið« þ. e. rekavið, fretnur en »Stranda-
við« eða við á Ströndum.
j. Eingar Ijósar sagnir eru nú til um það, að
Spánverjar hafi barið á konum og sært þær.
j. ? Björn á Skarðsá segir, að skipin, sem fórust,
hafi verið tvö, en það er áreiðanlega rángt.
k. Því áður hafði skip Marteins legið annars
staðar en hin tvö.
l. Jón lærði segir að þeir félagar hafi verið
83, en Jón Espólín 80. Séra Ólafur hefir hér eflaust
rétt að mæla.
m. Það er því ekki rétt sem Finnur biskup
Jónsson segir (Hist. Eccl. III, bls. 80), að Spánverj-
ar hafi drepið nokkra Islendínga.
n. Gunnsteinn heflr búið á Dynjanda.
o. »Grunnsóp« og »flatsóp« (í 23. er.) = rán,
rupl. Sbr. að láta greipar sópa um eignir annara
manna.
ó. Spánverjar hafa skipt bátunum jafnt með
sér. Hvor flokkurinn hefir haft tjóra báta.
p. Skagi, Skaginn, líklega nesið fyrir norðan
Dýrafjörð.
q. Fimtán, sem sum handritin hafa, er rángt.
r. »Danskra hús« og »Danskra salur« (í 32. er.),
þ. e. verzlunarhús Dana á Þingeyri.
s. »Fjórtán« sem stendur í c, í staðinn fyrir
»fjörtjón«, stendur eflaust í sambandi við það, að
Spánverjar þeir sem Marteinn sendi til Dýrafjarðar
voru fjórtán að tölu, en er vitleysa.
t. Þ. e. Garcius (Garrius, Gartius), sem getið
er um í 41. er.
u. íngjaldssandur yzt við Önundarfjörð sunnan-
verðan.