Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Blaðsíða 113
225
ríkur og greindur maður, sem enn lifir og tæddur er
1815, hefir sagt mjer, að þá er hann var 8 til 10
vetra drengur hjá föður sínum, sem var prestur
austur í Rangárvallasýslu og þótti fremur merkur
prestur, hafi menn stundum verið drukknir í kirkj-
unni og sopið þar á pelum. Kvaðst hann venjulega
hafa setið hjá meðhjálparanum og muna vel eptir
þvi að það var eigi ótftt, að hann væri nokkuð
kendur, enda hafi hann stundum sopið á pelanum í
kirkjunni, en jafnan snúið sjer frá prestinum á með-
an. Mundi slíkt naumast hafa liðist á árunum 1850
— 1870. Þekki jeg ýmsar sögur um drykkjuskap á
fyrri hluta þessarar aldar, sem sýna það ijóst, að
-sómatilflnning manna í þeim efnum hefír þá verið
miklu ónæmari en hún hefir orðið á síðari hluta
aldarinnar.
Ekki þykist höfundurinn haf'a heyrt nokkurn
mann geta þess, að hreppstjórar hafi grætt á hrepp-
stjórninni, eða að þeir hafi dregið undir sig fje sveit-
anna. Þetta hefi jeg og heldur hvergi sagt, heldur
aðeins getið þess, að menn hafi haft það fyrir satt að
hreppstjórarnir mundu ekki hafa halla á hreppstjórn-
inni. Ætlaði jeg að þessi skoðun á hreppstjórunum
hefði fyr um verið svo almenn, að höfundurinn hefði
hlotið að verða var við hana. Hafi hann eigi orðið
þessa var, hlýtur það að vera sprottið af því, að
hann hefir um dagana staðið nær hreppstjórninni eu
almenningsálitinu. En vita mun hann vel, að mönn
um er gjarnt til áð tortryggja þá, er völdin hafa
með höndum, einkum er eigi þarf að gjöra opinber-
lega grein fyrir ráðsmennskunni. En þó þessiskoð-
un væri nokkuð almenn, er alls eigi víst, að hún
hafi fyrir það verið á sjerlegum rökum byggð. Hitt
-ætla jeg miklu fremur, að hreppstjórar hafi yfirleitt
14