Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Blaðsíða 73
185
konungasögum 5. k. (útg. V. D. 10 d.) segir, að Ei-
ríkr hafi farið «til DanmarTcar fyrst», og er það ef-
laust réttara. Eiríkr var danskr að móðurætt, og
líklega náskyldr Haraldi Gormssyni Danakonungi,
og kynni að veraþaðan sprottin missögn sú í »Hist.
Norv.», að Gunnhildr hafi verið dóttir Gorms Dana-
konungs »heimska» og Þjrri »hinnar vitru«, eða syst-
ir Haralds Gormssonar. Haraldr gráfeldr, sonr Ei-
ríks blóðöxar, er kallaðr fóstrsonr og knésetningr
Haralds Gormssonar, og er því líklegt, að hannhafi
komið til hans mjög ungr, en ekki fyrst eptir 941,
þegar hann sýnist hafa verið orðinn 11 vetra gam-
all (sbr. Eg. J59 k., 857 k.). í kvæði Glúms Geira-
sonar um Harald gráfeld1 vísar og svo til, að hann
hafi fyrst farið til Skáneyjar, erhann sté barnungr
á herskip, en herjað síðan til Skotlands og Irlands,
og er það vottr þess, að hann hafi byrjað ferð
sfna frá Danmörku en ekki frá Orkneyjum. — Eptir
þessu hefir Eiríkr flúið frá Noregi til Danmerkr
árið 935, verið þar um vetrinn, en farið líklega
vestr um haf vorið eptir (936) með konu sína og
sMwbörn sín en skilið Harald sonsinneptiríDanmörku.
Hefir hann þá að líkindum herjaðá Skotlandog setið
í Orkneyjum næsta vetr (936—937), og þetta
hefir spurzt til Noregs, áðr enEgill fór þaðan (sum-
árið 937). Nú stóð hin nafnfræga orusta við Brun-
anborg árið 937 (líklega snemma sumars), og kemr
það bezt heim við frásögnina í Eg., að Egill hafi
1) Dr. Finnr Jónsson (Lit. hist.I. 536) heldr reyndar
að þetta kvæði sé ort um Eirík blóðöx, en það virðist ólík-
legt, að Snorri hafi blandað saman kvæðum Glúms um þá
leðga, þar sem hann sýnist haf'a þekt kvæðið um Eirík og
farið (eptir því (Hkr. 72 bls. Har. hárf. 34 k., sbr. Storm
Krit. Bidr. I 19) þótt hann tilgreini enga vísu úr þvi.