Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Blaðsíða 96
208
Aðfinning höfundarins á lýsing niinni á skjá-
glugga ætla jeg naumast á rökum byggða. Þeir voru
eins og jeg tók fram mismunandi að stærð; stund-
um án efa 5— 6 þumlungar að þvermáli eins og höf-
undurinn segir eða jafnvel stærri, en opt líka tölu-
vert minni. Að þeim ekki hafi verið smeygt í þekju-
gatið er heldur ekki rjett. A það horfði jeg með eig-
in augum svo opt gjört. En hitt sá jeg líka, eins
og höfundurinn segir, þó það væri sjaldnar, að grind-
in var sett í fjöl.
Að sagan um Sigurð »trölla« og kaffitilbúning
konu hans handa sjera Jóni á Höskuldsstöðum sje
skáldsaga, það kann vel að vera; um það get jeg
ekkert sagt. Jeg hefi sagt þá sögu eins og hún
var sögð og henni var trúað i því byggðarlagi, er
jeg ólst upp í. Að höfundurinn hafi heyrt sögu
þessa frábrugðna efa jeg alls ekki. En að sú frá-
sögn sje sannari fyrir það, þó hann hafi heyrt hana,
finnst mjer alls ekki sjálfsagt. Sigurður »trölli« var
miklu kunnari i því byggðarlagi, er jeg ólst upp i,
en í sveit höfundarins. Umgekkst harm fólk miklu
meira á Reykjaströnd, — þangað kom hann svo opt
til að fá sjer soðningu — en í Hegranesi. Mjer finnst
nokkuð ósennilegt, að um hann hafi getað myndazt
í lifanda lífi í hans eigin byggðarlagi slík saga, án
þess fótur væri fyrir henni. En þar sem höfundur-
inn á bls. 206 segir, að sagan um baðstofugluggann í
Glaumbæ sje auðsjáanlega skáldsaga, þá finnst mjer
hann koma töluvert ókurteislega fram og jafnvel
verða nokkuð nærgöngull mannorði mínu eða móð-
ur minnar. Sje þessi gluggasaga tilhæfulaus upp-
spuni, þá er eigi mörgum blöðum að fletta. Annað-
hvort jeg eða hún hljótum að hafa búið hana til mót