Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Blaðsíða 139
25 L
Þú sero að | byggir | hamra | býlin | háu
hjartanu | mínu | alla | daga kær
og
Dýpst hann | steig 1 | moldu j hulda | liauga
heijar j stirða | neyddi | drauga.
og
Á vor | dags morgn | i gekk | eg g-öng | í lund | i
þar geisl | um sól | in þvers | um lim | ar skaut.
Ut at því sem að framan er sagt, þykist eg þá
hafa fundið þessar tvær reglur:
1. Að á milli siðara stuðuls og höfuðstafs mega
standa tveir bragliðir, þegar stuðullinn er í sam-
stöfu með sterkum háhreim, en sé hann í sam-
stöfu með veikum háhreim getur mest einn
bragliður komið á milli þeirra. Sömuleiðis má
aðeins einn bragliður vera á milli stuðlanna.
2. Að þrír hljóðstatalausir bragliðir, en ejgi íieiri,
geta staðið fremst í fyrra vísuorðinu í íslenzku,
og aptast í síðara vísuorðinu mest fjórir. Fyrir
þessa sök verður að fara með eitt langt vísu-
orð sem tvö væri; tiu bragiiðir geta þá verið
saman um hljóðstafi, þegar lengst er farið.
Við þetta má svo bæta sem nr. 3 inni áður
fundnu reglu Schweitzers: «Að stuðlarnir verða að
standa í samstöfum, þar sem að minnsta kosti önn-
ur hefir sterkan háhreim og hötuðstafurinn í fremstu
þungu samstöfunni».
I ritgjörð þessari er, eins og gefur að skilja,
ýmislegt, er bragfræðina snertir, lítið tekið til um-
tals, svo sem það að sérstök vísuorð með hljóðstöf-
um út af fyrir sig hafa að tornu og nýju tíðkazt í
islenzku. Eg hefi einnig lítið minnzt á löguu hend-
inga, en það er sérstaklega endarimid, eða hending-
ar i vísuorðalok, sem um er að tala i nýju brag-