Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Blaðsíða 112
224
er þetta tilhæfulaust, hjá höf. Jeg hef að eins sagt
að kvennfólk hafi stundum haft pela upp á vasann
með mjöð eða brennivíni í, og er það alt annað en,
að slikt hafi verið almenn regla. Veit jeg fyrir víst,.
að höfundinum getur ekki verið ókunnugt um að
svo var sem jeg segi. Hitt hefi jeg hvergi sagt, að
kvennfólk hafi kallað karlmenn, er þeim leist vel á,
út fyrir rjettarvegginn til að gefa þeim í staupi.
Um það efni færi jeg til annara orð en ekki mín,
sem auðvitað hafa venjulega verið í glensi töluð.
Finnst mjer ekki rjett að eigna mjer þau ummæli,
er jeg eigi hefi viðhaft. Hitt hefi jeg sagt, sem jeg
sá sjálfur tvisvar í Staðarrjett, þó jeg að eins væri.
þar fjórum sinnum — þó höfundurinn hafi aldrei,
orðið þess var — að kvennmenn fóru afsíðis með
karlmenn til að gefa þeim að súpa á pela. En í
hverjum tiigangi þetta var gjört, er mjer gjörsam-
lega ókunnugt um. Viðvikjandi vínnautn kvennfólks
segi jeg með berum orðum, að það hafi ekki drukk-
ið. Hafi það komið fyrir, þá hafi það verið undan-
tekning. Þó jeg segði frá drukkna kvennmannin-
um frá Keflavik, sem mig minnir ekki betur en að jeg
sæi í Staðarrjett 1854, þá er það alls eigi, eins og
frásögnin heldur eigi gefur neitt tilefni til að ætla,.
gjört í þeim tilgangi, að koma drykkjuskaparorði á
kvennfólk. En það þykist jeg mega ætla, að höf-
undurinn sje mjer samdóma um, að það geti hent
stöku kvennmann að þykja gott í staupi þótt eng-
inn bjáni sje.
Höfunduiinn segir, að almennastur hafi drykkju-
skapurveriðhjer álandiá árunum 1850—1870. Um þetta
get jeg nú ekki dæmt. Hitt ætla jeg fullkomlega
vist, að á fyrri hluta aldarinnar hafi verið farið
miklu ver með vinnautn en á þessum árum. Skil-