Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Blaðsíða 53
1G5
sýnist Hvítá ekki öllu stærri þar sem þær koma
saman. Og þeim hefir ekki þótt hún vera lengri en
svo, að við hana ætti nafnið: ós; — en alkunnugt er,
að stutt á, sem rennur úr stöðuvatni, er venjulega
kölluð ós. Yatnið, sem þessi ós rann úr, hafa þeir
svo kennt við hann og kallað það Alfsóssvatn. Það
nafn hefir síðan breyzt í »Ölfusvatn«, bæði örnefnið
eða nafn vatnsins, — sem síðar fjekk nafnið: Þing-
vallavatn, — og líka nafn bœjarins, sem nefndur hef-
ir verið eftir vatninu; fyrst: at Alfsóssvatni, seinna:
at Ölfusvatni. Og enn heitir hann Ölfusvatn.—Þetta
eru að vísu tilgátur, en þær má styðja með talsverð-
um líkum.
I íslendingabók koma fyrir nöfnin: »Ölfossá«
(= Olfusá). . ., »en þar Ingólfsfell fyrir vestan Ölfóssá
es hann lagþi sína eigo á siþan« (1. k.) og »Ölfoss-
vatn« (= Ölfusvatn)... . »en þeir Gissorr foro unz
qvámu í staþ þann í hjá Ölfossvatni es kallaþr es
Vellankatla« (7. k.). Vellan- heitir enn við Þing-
vallavatn. Það eru uppsprettur, sem koma undam
hrauninu við vatnið skammt fyrir vestan Hrafnagjá.
Þar hjá liggur vegurinn og hefir altaf legið þar.
Þann veg urðu þeir Gissur og Hjalíi að fara. Um
þann stað er því ekki að villast, og sjest þar af, að
Þingvallavatn hefir heitið »Ölfossvatn« þá er þetta
var ritað. í Landnámu I. 6. stendur : »Ingólfr lét
gera skála á Skálafelli, þaðan sá hann reyki við
Ölfusvatn ok fann þar Karla«. Hvar það var við
vatnið, sem Ingólfur fann Karla, er ekki hægt að
ákveða; en 1 hug kemur manni bæjarnafnið Ölfus-
vatn. En það gerir ekkert til. Hitt er enginn vafi
um, að vatnið, sem hjer er nefnt Ölfusvatn, er Þing-
vallavatn, eða hið sama, sem Islendingabók nefnir Öl~
fossvatn. Ölfusvatn er yngri mynd sama nafnsins.