Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Blaðsíða 2
114
eptir bátunum, sem vilzt höfðu frá þeim. Skipstjór-
ar hétu Pedro de Aggvidre eða Arvirre (Pétur)r
Stephan de Tellaria (Stefán) og Martin de Villa Franca
(Marteinn). Hann var úngur maður og íþróttamað-
ur hinn mesti. Skip Marteins var stærst og mann-
flest, því skipverjar voru 33, en alls voru Spánverj-
ar 85.
Skipin lögðu til hafna á Reykjafirði og lágu þar
um hríð; sögðu skipstjórarnir að Danakonúngur hefði
leyft, að fjögur skip spönsk mættu leggja til hafna
á Islandi þetta sumar og skyldu skipverjar vera
»meinlausum meinlausir«; sýndu þeir bréf í þessa
átt og Jón lærði segir, að Ari bóndi Magnússon £
Ögri, sýslumaður í Isafjarðarsýslu og Strandasýslu,
hafi sagt hið sama, þegar skipin sigldu að landi.
Ekki hefi eg getað fundið þetta konúngsbréf.
Sumir af Spánverjum feingust við hvalveiðar á
bátum, en sumir gættu skipanna og svo segir Jón
lærði, að 11 manns hafi haldið vörð á hverju skipi
dag og nótt, og aldrei hafi allir bátarnir farið leingra
en svo frá skipunum að sjá hafi mátt fil þeirra eða
heyra skothljóð. Spánverjar höfðu hvekzt við Eya-
upphlaup og höfðu því þennan vara á sér.
Hvalveiðarnar gengu vel. Spánverjar náðu 11
stórum hvölum, en mistu reyndar aðra 11, semþeir
höfðu járnað. Þeir seldu þvesti og reingi hverjum
sem hafa vildi fyrir gjafverð og tóku stundum 20
álnir fyrir hundraðsvirði, en opt og einatt seldu þeir
hestklyfjar af hval eða heilan bátsfarm fyrir eitt-
hvert lítilræði, svo sem smérsköku, vettlínga eða
sokkabönd. Þetta varð mönnum til hins mesta bjarg-
ræðis í harðærinu, og þorðu þó margir ekki að kaupa
Við þá, því Ari bóndi í Ögri hafði þverbannað það-