Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Blaðsíða 94
voru fyrrum til á flestum bæjum — heldur sem eign
hvers ábúanda fram af öðrum. Vóru þeir ýmist
látnir upp i álag eða þá seldir við ábúandaskiptin
þeim, er við tók. Sje nú þessum kofum bætt við-
mína tölu á bæjarhúsum má vel koma því heim, að
á þeim 2y jörðum, sem hötundurinn nefnir, hafi
húsafjöldinn verið 5, 6 og 7 án þess að þar hafi
verið stofur eða önnur stórhýsi. Hefði þessi húsa-
tala þá fyrst haft nokkurt gildi, ef hann hefði skýrt
frá, á hvað mörgum af» þessum 46 bæjum hefðu
verið stofur, skálar eða önnur regluleg bæjarhús.
í ritgjörð minni skýrði jeg frá þvi, eins og höfund-
urinn hefir án efa sjeð, þó hann geti þess ekki, að
bæir heldri manna, svo sem presta, ríkisbænda og
hreppstjóra hafi verið miklu rúmbetri og reisulegri,
en bæir þeir, er jeg lýsti. Baðstofurnar þar undir
súð, bæjardyrnar breiðar og út úr þeim skáli og
stofa, sitt til hvorrar handar. En því held jeg fram
og er viss um að rjett er, að slíkir bæir voru þó i
samanburði við hina tiltölulega mjög fáir. Jeg held
þvi, að það sje ekki alls kostar rjett, að hann hafi.
fiært rök að því eins og hann segir á bls. 204, að á
flestum heimilum hafi verið fleiri bæjarhús en jeg
hafi skýrt frá og það fyrir 1830, og að þá hafi verið
á mörgum stöðum búið að byggja reisulega bæi.
Hinir áðurtöldu kofar voru ekki bæjarhús eins og
jeg hefi tekið fram, og á milii 1840 og 1850 voru
hinir reisulegu bæir að eins til á fáum stöðum. Hafi
þeir verið til á mörgum stöðum fyrir 1830, þá hafa
þeir víðast verið fallnir, er jeg man til mín og aðrir
óreisulegri komnir í staðinn. Jeg hygg annars, að
höfundurinn gjöri vel inikið úr þessum bygginga
endurbótum eptir 1820, og að það sje ef til vill nokk-
uð laus ágizkun, að þær hafi verið sprottnar af rit-