Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1895, Qupperneq 7

Eimreiðin - 01.01.1895, Qupperneq 7
 7 Framangreindir flutningsmenn hafa í frumvarpi sínu, — sem járnbrautanefnd þingsins kallaði »nytsemdarverk, er stórþakka væri fyrir vert«, — gert frekar grein fyrir ýmsu, bæði að því er snertir hina fjárhagslegu og verkfræðislegu hlið málsins og enn fremur yfirstjórn brautanna, sem allt verður að takast til greina, er um slíkt er að ræða. Af frumvarpinu má sjá, að nú er árlega varið hvorki meira nje minna en hjer um bil Ýti miljón’ króna til akbrauta, og mun það engurn vafa undirorpið, að mikill hluti þeirra verði á slíkri járnbrautaöld, sem nú er, álitinn úreltur um það þær eru búnar. Er gert ráð fyrir að fje það, sem varið er til þjóðveganetsins eins, muni nema urn 85 miljónum króna, og er í ráði að verja 38 milj. kr. af þeirn til nýrra þjóðvega í nánustu framtíð. Má af þessu sjá, að það eru engar smáræðisupphæðir, sem menn hafa ætlað að verja til samgöngubóta, er önnur samgöngufæri, sem eru margfalt hagan- legri og betur samsvara þörfum tímans, hafa þegar kornið fyrir kattarnef. Og hvað kostar nú smábraut eða þriðjungsbraut (tertiærbane) í samanburði við þessa nýju þjóðvegi? Við höfum reyndar enn sem komið er litla reynslu í gjörð slíkra smábrauta; við höfum ekki nema Nestun-Osorbrautina við Björgyn, er ferðir hófust á í haust er leið, og Lillesand-Flaksvandbrautina, sem verið er að leggja og auk þess fáeinar aðrar, t. d. Blakjer-Berkelaugsbrautina í Akers- hus, sem reyndar er ekki komin lengra en að lega hennar hefur verið rannsökuð og áreiðanlegt yfirlit gert yfir kostnaðinn við gjörð hennar. En flutningsmennirnir ætla þó, að reynslan rnuni sýna, að kostnaðurinn við brautargjörðina (brautarstæði og tein- unga) muni að öllu samanlögðu ekki verða meiri, en kostnaðurinn við að leggja viðunandi akbraut. í útgjaldabálk járnbrautarinnar bætist nú reyndar við kostnaður til eimreiða (lokomotiver), vagna o. s. frv. En þessi kostnaður er á slíkum smábrautum fremur óveru- legur og eins mundu menn allajafna sleppa að hafa nokkurt stöðva- hús eða stöðvaþjóna. En þótt nú þess konar smábraut kosti dálítið rneira en akbraut, þá verða menn hins vegar að gæta að því, að þar sem á hverju ári þarf að verja fje til viðhalds á akbrautinni (og snjómoksturs á vetrum), þá fá menn af slíkri járnbraut, sje hún gerð og lestaferðunum fyrir komið með tilhlýðilegri hagsýni, árlega tekjur eða ágóða, til þess að borga með vexti og afborgun af stofn- fje því, er lagt hefur verið í brautina. Ekkert getur i rauninni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.