Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1895, Side 10

Eimreiðin - 01.01.1895, Side 10
10 vegagjörðinni, svo hún samsvari kröfum tínrans, láta flutnings- mennirnir þá skipun halda sjer i öllu verulegu, er komizt hefur á síðan vegalögin frá 1851 vóru lögleidd, sem grundvöll undir fyrirkomulagi á þjóðvegagjörð bæði ríkisins og sveitarfjelaganna. Það er gefið í skyn, að gera megi ráð fyrir um miljón króna tillagi úr ríkissjóði á ári til smábrautanna. Með því menn nú hafa fundið til þess, hve óheppilegt það skipulag er í vegagjörðinni, að sveita- vegir og þjóðvegir lægju undir sína yfirstjórnina hverjir um sig, og að þjóðvegirnir væru lagðir af verkfræðingum, sem sendir væru frá skrifstofu vegagjörðastjórans í Kristjaníu, er hvorki þekktu neitt verulega landslag hjeraðsins nje flutningsþarfir þess, þá hafa menn i þessu nýja smábrautafrumvarpi leitazt við að koma því svo fyrir, að allar samgöngubætur hvers amts lægju undir einn amstverk- fræðing, er bæði væri kunnugur öllurn staðháttum og vel að sjer í hagvirkjafræðinni, og gæti því bæði gert áætlun um kostnað og legu smábrauta og vega og komið fram með uppástungur um, hvort heppilegra mundi vera á hverjum stað og i hvert skipti. Með þessu móti. kemst fyrst eining, afl, samhengi og hagsýni í samgöngubætur hvers hjeraðs. Þótt nú sú framtíð sje mikil, sem hinar ódýru eimreiðabrautir nútímans loksins virðast ætla að færa yfir land vort sem önnur, þá bendir þó hugsunin um að nota hina fjölmörgu fossa vora til þess að framleiða rafmagn ósjálfrátt til ef til vill enn þá meiri framfara bæði í iðnaði vorum og járnbrautagjörð. Hverveit! Það verður ef til vill ekki svo langt þess að bíða, að rafmagnsbraut sú, sem nú liggur gegnum götur höfuðstaðarins, eignist margar systur út um sveitir vorar. Hið furðulega og dásamlega fjölhæfi rafmagns- ins getur ef til vill hleypt upp dugandi, framtakssömu og velmegandi fólki i óbyggðum (eyðimörkum), þar sem engir nerna veiðimenn og hjarðsveinar hafa hingað til hlustað á hið tilbreytingalausa kvæðalag fossanna. Svo mikið geta góð samgöngufæri gert að verkum. Ofanrituð grein er skrifuð í Noregi og á við Noreg. En skyldi ekki líka að mörgu leyti mega heimfæra hana upp á Island? Skyldu ekki Islendingar líka hafa gott af að glöggva sig á því, hvort þeir hafi ráð á að »sóa burt« of fjár í akbrautagjörð, þegar

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.