Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1895, Qupperneq 12

Eimreiðin - 01.01.1895, Qupperneq 12
12 sem dregst aptur úr í samgöngubótunum, hún verður líka á eptir í efnalegu tilliti yfir höfuð. En eru nú samgöngubætur vorar komnar í það horf, sem æskilegt væri og gæti verið? Því fer fjarri. Því verður að sönnu ekki neitað, að akbrautastefnan var mikið stig fram á við frá því sem áður var. En þó ber þess að gæta jafnframt, að þó búið væri að leggja akbrautir um land allt þvert og endilangt, þá værum við samt hjer um bil heilli öld á eptir flestum öðrum þjóðum í vega- gerð vorri. Skyldu það vera álög á okkur Islendingum, að við eigum allt af að vera hálfum og heilum öldum á eptir öðrum þjóðum? Það lítur næstum út fyrir það. En þau álög eru þá sannarlega okkur sjálfum að kenna. Hafi hvert sveitarfjelag, hver hreppur í Noregi ráð á að koma á járnbrautum hjá sjer, ætti þá öllu hinu íslenzka þjóðfjelagi að vera ofvaxið að koma upp einurn eða tveimur járnbrautarstúfum? Ætli það sje sá munur á kostnað- inum við járnbrautagerðina á Islandi og í Noregi? Varla. Lands- lagið er líkt og ekki eru jarðirnar í svo háu verði á Islandi, að hætt sje við, að land það, er sums staðar kynni að þurfa að kaupa undir brautirnar, yrði dýrara en í öðrum löndum. Oss er nær að halda, að kostnaðurinn við járnbrautagjörð á Islandi meira að segja hlyti að verða öllu minni en i Noregi. Það verður því varla kostnaðurinn, sem verður því til fyrirstöðu, að við fáum járnbrautir; komi þær ekki í nánustu framtíð, þá verður það miklu fremur að kenna þekkingarleysi, hugleysi og dugleysi. En þar er við ramman reip að draga, sem þetta þrennt er sameinað. Sá fátæklingur, sem er vel að sjer og hefur einbeittan vilja, getur unnið bug á flestum örðugleikum, en þeim, sem skortir þor, þrek og þekkingu, verður flest ómögulegt, þó hann hafi fullar hendur fjár. Ef alþýða manna á Islandi þekkti járnbrautir og vissi, hve marg- vúslega og margfalda blessun þær hafa í för með sjer fyrir líf og efnahag manna, þá mundi hún ekki linna látum fyrri en hún væri búin að ná i þetta mikla töframeðal nútímans. Hún mundi í einu hljóði heimta af þingmönnum sínum, að þeir legðu fram úr lands- sjóði svo mikið fje til járnbrautagerða, sem landið framast þyldi. Já, hún mundi gera meira en það. Yrði sú reyndin á, að landið gæti ekki risið undir byrðinni, mundi hún leggja á sig nýjan skatt: járnbrautaskatt. Bóndinn mundi segja við sig sem svo: þó jeg láti svo sem eitt sauðarverð á ári þangað til járnbrautin er komin á, hve lengi ætli jeg verði að vinna það upp ? Og’ honum mundi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.