Eimreiðin - 01.01.1895, Page 16
Ó, sú ljósrák, er hún dró
Eina svipstund, var það nóg?
Kveykt rjett til að koma og fara,
Kunni ei lengur hún að vara?
Logaskært þitt leiptrar flug,
Liðna stjarna! mjer í hug,
Eldleg sending uppheims háa,
Utsloknuð í geimnum biáa!
Sælt hvert líf, þó sje það skanit,
Sem í skærleik þjer er jafnt;
Eilífleikans á sjer gildi
Örstuttleikinn guðdóms-fyldi.
I kuldanum.
Þá kyljur heims af vetri vaka,
Sem vilja deyða hjartans yl
Og sjálfa gerðu sál að klaka,
Ef sínu kæmu leiðar til;
Þá endurglæð þig enn að nýju,
Og yrði nokkuð hart og kalt,
Ger hart að klökku, kalt að hlýju,
Ó, kærleiks sól! Þú megnar allt.
Aldarháttur.
Nú er ei dygð til nema ein, hún nefnist: auður,
Og viðlíkt ódygð verður ein: að vera snauður.
Seg ei nú að sólarlitlir sjeu dagar,
Ytri og innri birta bragar.
Gínean1 varð gullsól dagsins glaða heiðis
Og samvizkunnar sól hið innra sömuleiðis.
Iðka dygð, en ódygð forðast, elsku mögur!
Sáluhjálpar sú er brautin sára fögur.
gullpeningurinn.