Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1895, Side 37

Eimreiðin - 01.01.1895, Side 37
37 á enn, og að þeirra ráða, sem jeg hef talið, verði ekki æfinlega gætt. En jeg vona, að menn skilji, hve hættulegt það er fyrir aðra, ef sjúklingar með lungnatæringu hrækja á gólfin, einkum í sveitabaðstofum, sem opt eru með moldargólfi, og eru venjulega sópaðar með 'vöndum, svo að rvkið þyrlast upp í ræfur og fyllir baðstofuna, sem einatt er mikils til of þröng fyrir fólkið, sem hefst þar við dag og nótt. Nokkru minni mundi hættan vera, ef baðstofur og önnur íveruherbergi væru rúmgóð og loptgóð, og æfinlega með íjalagölfi; og ef meiin í stað þess að sópa þau þur, æfinlega þvægju þau, og legðu þvottaduluna á eptir í sjóðandi vátn. En húsakynnin eru eitt áf slæmum kaunum okkar Islendinga, sem ekki læknast á einu ári eða tveimur; jeg vil ekki minnast rneir á þau hjer, en barátt- unni gegn lungnatæringu má sannarlega ekki fresta þangað til bæjabyggingar okkar eru kömnar í gott lag. Jeg hef tekið það fram, að jeg hygg að lögboðnar sóttvarnir geti hjeðan af ekki reist verulegar skorður við veikinni, en að vísu gæti löggjafarvaldið gert mikið til þess að útrýma henni. Ef það ljeti reisá sjúkrahús handa þessum sjúklingum og veitti þeim þar hjúkrun ókeypis, mundi bæði auðveldara að lækna þá og auk þess mundi komið í veg fyrir, að þeir, sem njóta þar hjúkrunar, sýki aðra. Slík stoföun mundi auðvitað kosta mikið og jeg veit það, að menn munu segja, að ómögulegt sje að framkvæma þetta vegna fátæktar landsmanna. Það er satt, við erum fátækir, en menn verða Mka að gæta þess, að hvert mannslífið er mikils virði, og erfitt að meta það til peninga. Það er mikils virði alls staðar, en ekki sízt hjer á íslandi, þar sem mannfæðin er svo tilfinnanleg. Hjer verður að reyna að sporna við mannfækkun með öllu móti. Það mun sýna sig, að lungnatæringin verður drjúg á metunum til mann- fækkunar, eins hjer á landi og annars staðar, ef hún fær að breið- ast um landið tálmunarlaust. Guðmundur Magnússon. Drengur á bæn. Mynd þessa hefur gert íslenzkur yngismaður, er Einar heitir, sonur Jóns bónda Bjarnasonar á Galtafelli í Hrunamannahreppi og Gróu hús-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.