Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1895, Síða 41

Eimreiðin - 01.01.1895, Síða 41
41 áhrif á það. í blóði dýrsins hefur þá safnazt fyrir eiturefni, sem deyfir verkanir bakteriuvökvans. Þegar svo er komið — það verður ekki enn sem komið er á skemmri tíma en þrem mánuðum — er dýrinu opnuð æð, blóðvatnið (serum) skilið frá blóðtrcfjunum og blóðögnunum og þvi síðan spýtt inn undir hörund sjúklinganna. I blóði sjúklingsins mætir eitur- efni það, sem er i blóðvatni þessu, eiturefni því, sem stafar frá æxlun og vexti barnaveikisbakteriunnar hjá sjúklingnum, og veikir það nú eitur- verkanir þess, án þess að það sjálft gjöri neinn skaða. Að minnsta kosti eru ekki áreiðanlegar sannanir fyrir þvi, að það hafi gjört neitt mein. Ef sjúklingurinn er mjög langt leiddur, áður en byrjað er á innspýtingunum, Prófessor Behring. er litil von um að honum muni batna, en þvi fyrr sem til meðalsins er tekið, þess betri eru horfurnar. Stundum er ein innspýting nægileg til þess að frelsa sjúklinginn, en venjulega er það gjört einu sinni á dag. Opt verða umskiptin snögg og bráður bati, og er sem barnið vakni úr móki þvi, sem það hefur legið i, líf og fjör færist i það, því verður ljettara um andardráttinn, sóttveikin minnkar og skánin innan i hálsinum losast smámsaman og eyðist. Meðalið getur þannig stundum afstýrt þvi, að opna þurfi barka barnsins, sem annars hefði ekki orðið hjá komizt. Sje meðalinu spýtt inn undir hörund heilbrigðra barna, ver það þvi, að þau fái veikina. Meðalinu er spýtt inn undir hörundið á baki eða siðu bamsins. Pipan, sem notuð er, tekur 20 tenings centimetra (ávið dávænt staup). Stungan sjálf veldur eigi miklum sárindum og brátt dreifist

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.