Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1895, Side 49

Eimreiðin - 01.01.1895, Side 49
49 Eins voru þau Pjetur og samvizkan sátt, jeg sá ekki’ hann reikningnum kviði; hann kvaðst hafa litið um æfina átt, en orðið þó stundum að liði; hann vissi’ ekki’ að biði við banamm hans nein bræði’ eða hatur eins einasta manns, og þvi gat hann farið i friði. í garðinum uti var einfaldur steinn og einsömul rós fyrir framan; að vökva það leiði, að vera þar einn, það var nú hans kærasta gaman; þvi brúðrin hans unga þar blundaði vært, að byggja þá hvílu, það var honum kært; nú máttu þau sofa þar saman. Hann átti svo blíða og barnglaða lund, sem brosti við helinu stranga; við töluðum opt um það eins og þá stund, er ætti’ hann til brúðkaups að ganga. Mig undraði títt, hvað hann öruggur beið, því einasta stundum hann dálitið kveið, hve seinkaðist legan hans langa. En vorsólin hækkar, hve hægt sem hún fer; min heilsa varð smámsaman betri; en allt, sem að þokaðist áfram hjá mjer, gekk aptur á bak fyrir Pjetri; en sæi jeg vorið, mig brosandi’ hann bað að bera þvi kveðju og afsaka það, að hann varð að hniga’ á þeim vetri. Svo var það eitt kvöld; það var vorlegt og hlýtt, í viðunum fuglarnir sungu; i garðinum litla varð lífið svo fritt, er laufin úr knöppunum sprungu; við gluggann minn opinn sem aðrir jeg stóð, við undum við fuglanna glaðværu ljóð og ilminn frá blómunum ungu. Og kvöldsólin ljómandi lýsti þar inn, mig langaði eitthvað að segja, en nú var hann þagnaður nábúi minn, þvi nú átti Pjetur að deyja; jeg heyrði hvað erfitt hann anda sinn dró, jeg óskaði’ hann mætti nú sofna i ró og þess vegna kaus jeg að þegja. 4

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.