Eimreiðin - 01.01.1895, Qupperneq 55
55
ungsins virðingu heldur hann uppi einkarjettindum æðri mennt-
unar frá liðnum tíma; með vanans seiga afli hefur hann staðið
móti kröfum timans, og að eins látið lítið uppi við hann. En
lífið í kringum oss hrópar hærra en svo, að hægt sje með öllu
að skella við því skolleyrunum. Hinumegin eru nokkrir barna-
■og alþýðuskólar, sem stofnaðir hafa verið á síðasta áratugi; þeir
eru börn aldarháttarins, en enn lasburða og lítilfjörlegir. I þess-
urn nýgræðingum er þó fólgin von ókomna tímans, þrátt fyrir
alla kvilla, og þeir finna það með sjálfum sjer. Þeir eru farnir
að leita jafnrjettis við latínuskólann og krefjast rúms í honum,
;sem, sökum fyrirkomulags síns, stendur þeim algjörlega fyrir
þrifum. Er nú þessum skólum, hvorum um sig, svo háttað, að
mál sje komið til að gróðursetja nýju frjókvistina á gamla
trjenu?
Jeg skal þá fyrst drepa á þær tillögur, sem mjer hafa borizt
til eyrna, um samband latínuskólans við gagnfræðaskólann. Pví-
næst ætla jeg að fara nokkrum orðum um þá endurbót, sem
latínuskólinn að minni hyggju þarf með, til þess í sannleika að
fullnægja vorum tima sem skóli, er veiti nemöndunum almenna,
fjölhæfa og notasæla æðri menntun.
I.
í hinni nýtilegu ritgerð sinni »Um menningarskóia« hefur
hr. Bogi Melsteð (jeg er honum samþykkur í aðalstefnunni, en í
ýmsum einstökum atriðum ber okkur á milli) bent á það neyð-
arúrræði að fella saman latínuskólann og Möðruvallaskólann
þannig, að bætt væri einum bekk neðan við latínuskólann, og
fyrst í 3. bekk hans byrjað á latínu og grísku. Svipuð uppástunga
virðist hafa náð samþykki á kennarafundinum 1891: »í 2 neðstu
bekkjum hins lærða skóla sje eingöngu gagnfræðakennsla samskonar
■og á Möðruvöllutn. Lærisveinar, sem lokið hafa prófi þaðan,
■setjist próflaust í 3. bekk lærða skólans.« Þetta fyrirkomulag
kann nú að sýnast mörgum aliæskilegt, en ekki fæ jeg betur sjeð,
•en að ýmsir annmarkar sjeu á því, og skal jeg telja nokkra.
Aptur bera uppástungurnar vott um óánægju manna með ástandið
•eins og það er, og að þörf er á umbótum.
Möðruvallaskólinn mun einkum hafa verið stofnaður handa
■bœndaefnum, og væri þeim tilgangi hans að minni ætlun hrundið