Eimreiðin - 01.01.1895, Síða 56
56
við samband hans við latínuskólann, sem hefur annað fyrir augum..
Lærisveinar hans munu einnig vera talsvert eldri og um leið þrosk-
aðri en þeir unglingar, sem latínuskólinn eptir sínum tilgangi
verður að haga kennslunni eptir, og er því hætt við, að þeim
síðari yrði ofþyngt með sömu kröfurn. A því reki munar mikið'
um hvert árið. Jeg geri nú ráð fyrir, að flestum þeim náms-
greinum eigi að vera lokið með burtfararprófinu úr gagnfræðadeild-
inni, sem með 4. bekkjar prófi nú, því latínudeildin mun krefja.
sjer það bætt upp, sem hún hefur misst, og kvíði jeg því þá, að.
kunnátia lærisveinanna í þessum nytsamari fræðum verði mjög;
ónóg, og að henni að eins fari aptur bæði vegna skemmri tíma og
minni þroska. Mig skyldi heldur ekki furða, þó skólinn missti
nokkuð sjónar á því sanna takmarki, svo að prófið og undirbún-
ingurinn undir það yrði efst á baugi. Að minni hyggju veitir
ekki af 4 árurn til notasællar gagnfræðakennslu, ef hún á að fara.
í nokkru lagi og ná tilgangi sínum. Urn fram allt á hún að.
stefna að því, að þeir unglingar, sem ekki ætla sjer að ganga.
lærða veginn, fái í skólanum nægilegan forða af gagnfelldri þekk-
ingu í þeim greinum, sem koma hverjum manni að haldi í hverri
stöðu, sem er, því fæstir þeirra hafa síðar meir tækifæri til að-
sitja yfir bóknámi. Að loknu burtfararprófi og eptir fermingtg
ættu þeir að hafa náð nægilegunr þroska, til þess að geta fengið
sjer vist við verzlun eða önnur störf, og er því mátulegt, að þetta.
nám byrji með 12 ára aldrinum. Hvernig þessari deild má koma.
fyrir í 6 ára skóla, því skal jeg seinna gera grein fyrir. Eptir
því, sem hjer er sagt,’ get jeg ekki heldur fallizt á tillögur þeirra^
sem vilja stofna 8-ára skóla, er sje skiptur sundur í miðju, með
gagnfræðakennslu í 4 neðstu bekkjunum og latínudeild í hinurn
fjórum, ef um leið er ætlazt til, að aldur pilta til inntökuprófs.
sje færður niður um 2 ár. Jeg þykist nefnilega viss um, að
kennslan geti ekki orðið svo ávaxtarsöm með því móti. Hins
vegar þætti rnjer ekki undarlegt, þótt mönnum geðjaðist miður
að því, að 2 bekkjum væri bætt ofan á latínuskólann og náms-
tíminn þannig lengdur um 2 ár.
Möðruvallaskólinn hefur ekki gefizt vel, og reynsla hans.
hvetur ekki til þeirra brejuinga, sem minnzt hefur verið á. Hann
er svo ólíkur latínuskólanum að eðli og uppruna, að rnjer finnst.
samfelling þeirra að eins verða hjáleitt klastur, eins og ný bóm-
ullarbót á gömlum biskupsskrúða. Yfir höfuð að tala treysti jeg